Stjörnumerkjabókin

Það er erfitt að spá. Einkum um framtíðina. Samt hef ég gert það og með góðum árangri.

Haustið 1980 tók ég að mér að þýða mikinn doðrant um stjörnuspá fyrir komandi ár og var ítarleg spá fyrir hvert merki fyrir hvern mánuð. Ég fékk heimild verkkaupa til að staðfæra bókina og laga hana að íslenskum aðstæðum því baðstrandarferðir voru þá ekki tíðar í febrúar og mars og lítið var um að fólk kæmi saman á kránni eftir vinnu. Þetta fannst mér svo freistandi kostur að ég gekk glaður að verkinu, sem var líka ágætlega borgað.

Ég gekk aðeins lengra í staðfærslunni en góðu hófi gegndi. Tvíburamerkið, sem ku vera merkið mitt, sá fram á bjarta tíð með blóm í haga allt árið þar sem allt lék í lyndi og hægt var að tímasetja gleðskap og sumarfrí með nokkurri nákvæmni, þar sem það lá fyrir hjá fjölskyldunni. Samkennarar mínir og fjölskyldumeðlimir fengu líka velútfærða spá og helstu einkenni stjörnumerkja voru lagfærð eftir smekk. Stjörnuspár eru líka eins og þátturinn hans Svavars Gests, sem var einu sinni í Ríkisútvarpinu. Sá hét: Þetta vil ég heyra. Það gleður fólk alltaf að lesa og heyra það sem því fellur vel í geð.

Horfur næsta árs hjá verkkaupanum voru ekki góðar, því þá var kalt á milli okkar eftir vanskil af hans hálfu fyrir önnur verk og við vissum báðir að þetta yrði síðasta verkefnið. Til að tryggja mig lét ég hann borga helminginn fyrir fram og afganginn við afhendingu. Við skildum sáttir og bókin seldist vel.

Þar sem þessi dagur er helgaður sannleika, myndi ég ekki haga mér svona núna.  En ef einhver bæði mig að huga að heilsufari álfa og huldufólks hér í nágrenninu, er mögulegt að sannleikanum verði hagrætt.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.