Um sekt, sakleysi og opinbera umræðu

Fyrirvari: Þessi færsla er byggð á ummælum á netinu sem er steypt saman í nokkra búta. Orðalagi er hagrætt en kjarni máls látinn halda sér.

„Það er auðvitað mjög varhugavert og raunar ámælisvert að birta svona nafnið á mannninum áður en er vitað hvort hann er sekur eða ekki. Það á alveg eftir að rannsaka málið og alveg eins víst að hann hafi ekki gert þetta.

Það er alveg möguleiki að kæran sé á fölskum forsendum. Svo vilja alltaf einhverjir koma höggi á þá sem eru áberandi og í sviðsljósinu og svoleiðis og auðvitað er hann umdeildur og allt það. Ég held að þetta eigi ekkert erindi í fjölmiðla.

Sko, það eru allir saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð og þá er bara ljótt og rangt að tala svona og ég tek ekki þátt í því. Mér finnst líka verið að sverta mannorð hans með þessu og koma höggi á hann, jafnvel að fá einhvern pening út úr þessu. Það er oft tilgangurinn með svona kærum. Oft er kært án þess að nokkuð sé til í því. Munið þið ekki eftir Lúkasarmálinu?

Einstaklega sorglegt mál fyrir alla aðila… en eigum við ekki að leyfa öllum sem koma að þessu að eiga sinn séns og sitt mannorð þar til hið sanna kemur í ljós??

Þú gefur þér það að hann  sé sekur, því að hann er kærður! Er það ekki þannig að í réttarríki að menn eru saklausir uns sekt er sönnuð. Nú er ég ekki að setja þetta fram til að verja hann, veit ekkert hvort að hann sé sekur eða saklaus

Finnst bara sorglegt hvað fjölmiðlar eru fljótir að afhausa aðila sem eru ákærðir, þrátt fyrir að engar sannanir séu komnar fram. Og ekki bara fjölmiðlar, heldur líka almenningur,

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst fáranlegt að það sé verið að henda svona í fréttirnar. Það varðar okkur bara ekkert um ef að einhver er að kæra einhvern annan. Eina sem við ættum að vita er ef einhver er sakfelldur. þangað til ætti nafnleynd að lifa því að vera kærður þó þú sért sýknaður er alltaf mannorðsskemmandi.“

Svona mætti lengi halda áfram og afrita. Aðeins er eftir þessi spurning:

Um hvaða útrásarvíking er verið að ræða hér að ofan?

Auglýsingar

9 athugasemdir við “Um sekt, sakleysi og opinbera umræðu

 1. Ég tók þessari færslu þannig að hún fjallaði um 18 ára stúlku sem hefur kært par fyrir kynferðisbrot. Drífa Snædal nafngreinir manninn í dag en ekki er búið að fara yfir kæruna, hvað þá ákæra.

  • Fyrst þú nefnir Drífu, þá höfðu fjölmiðlar þegar nefnt manninn áður en hún birti pistil sinn. Þessi ummæli sem vitnað er til í færslunni eru ekki endilega tengd þessu tiltekna máli, heldur fengin hist og her.

 2. Alveg burtséð frá nauðgunarákærunni sem ber hæst í fjölmiðlum núna, vil ég undirstrika: Oft er slegið upp nafni einhvers sem talin/n er tengjast tilteknu máli, en svo reynist ekki vera. Ég vil sjá jafnstóran uppslátt á því ef fólk reynist vita saklaust. JAFNSTÓRAN- og ekki9 veitir af því Gróurnar á Leitunum neru alveg ólseigar við að segja „… Já, en þar sem er reykur er eldur…“ o.sv.frv. – Vil endilega koma því í tísku að halda sannleikanum á lofti og vera heiðarlegur gagnvart náunganum.

 3. Takk fyrir þennan. Helvítið hann Jón Ásgeir.
  Nei, annars, er búin að lesa þetta og allt hitt mér til lítillar skemmtunar.

 4. Afhverju að standa með þolanda eða geranda? Fólk veit ekkert hvað gerðist. Væri ekki nær að leyfa dómstólum að sjá um þetta mál í stað þess að fólk sé að sakfella eitthvað lið úti í bæ byggt á persónulegum skoðunum.

 5. Vissulega er það frétt þegar opinberar persónur eru kærðar fyrir glæpsamlegt athæfi. Það kemur öllum við. Þó að ég hafi almennt ekki mikla trú á getu fjölmiðla til að hafa hlutina rétt eftir fólki þá hef ég ekki séð þá falla í þá gildru að dæma þegar þeir segja frá slíkum málum.
  Persónulega teysti ég sjálfri mér og flestum sem ég þekki fullkomlega til að leggja ekki dóm á sekt eða sakleysi fólks úti í bæ og halda sig við staðreyndir en ekki getgátur.
  Mér sýnist líka að almennt þá treysti fólk sjálfu sér vel í þessum efnum, – en ósköp hefur fólk lítið álit á öðrum…

 6. Freyr, er einhver að leggja það til að eitthvert random fólk fái að sakfella á grundvelli persónulegra skoðana? Það að hafa skoðun á einhverju sakamáli jafngildir ekki því að maður sé að ætlast til að fá að dæma menn í fangelsi eftir persónulegum hentugleik.

 7. Gaman væri að bera þessi ummæli sem þú tiltekur hér saman við valin ummæli á netinu um byskupinn sáluga, hvers dóttir gaf út bók um daginn.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.