Átröskun jólahlaðborðanna

Ég þekki fólk sem tók jólahlaðborðsferðir alvarlega.  Það átti pantað borð á laugardagskvöldi en á þriðjudegi hófst markvisst svelti með hóflegri vatnsdrykkju og örfáum ávaxtabitum til að slá á garnagaulið. Á föstudeginum var ekkert borðað og á laugardagsmorgni var svart kaffi og kalt vatn til að fræsa út síðustu leifar vikunnar. Um kvöldið náðu þau að fara sjö ferðir á hlaðborðið og fannst þau fá fyrir allan peninginn.

Ég fer einu sinni á ári í svona hlaðborð og þrátt fyrir fögur fyrirheit raska þau alltaf áti mínu, aðallega næstu daga á eftir meðan saltið og kryddið leitar út og búkurinn er sem vömb úr nýslátruðu klaufdýri. Ég missi stjórn á mér eins og hinir og jet eins og svín sem kann sér ekki magamál. Þetta sama hlaðborðsheilkenni er/var mjög áberandi í sendiráðsboðum áður en bjórinn kom og almenn villimennska gilti í meðferð áfengis.  Í 90 mínútna glasagildi þar sem drykkir eru bornir í fólk, er hægt að innbyrða 15 glös með harðfylgi. Nánari lýsingar af stað og stund eru ekki í boði.

Sá sem byrjar of snemma, jafnvel í fyrstu viku nóvember og tekur síðan fokdýra jólalagatónleika í ofanálag, getur klárað jólin fyrir mánaðamót. Þá er ekkert eftir nema sér við að horfa á La Grande Bouffe.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Átröskun jólahlaðborðanna

  1. Iss, þetta lið kann ekki neitt á jólahlaðborð. Málið er náttúrulega að „borða sig upp“. Það þarf að borða mikið, of mikið, í nokkra daga. Þannig þenst maginn út. Stærri magi getur innbyrt miklu meira en samanskroppin sveltur magi.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s