Engin pressa

Oft þarf mikið til að fólki ofbjóði svo að það láti verkin tala.  Eitt af því sem hægt er að gera netmiðli sem gerir út á auglýsingar, er að hunsa hann, opna ekki fréttir á honum eða lesa pistla og koma þannig í veg fyrir að teljarinn hækki, því innlit og flettingar vega þungt við sölu auglýsinga. Læk á fésbókarsíðum skipta líka máli. Að sögn voru það viðbrögð auglýsenda sem riðu baggamuninn þegar myndin umdeilda var tekin út af Pressunni í gær og síðan fréttin sjálf og tengingar á hana á öðrum vefpressumiðlum, sem ýmist reyna að þagga niður umræðuna eða drepa henni á dreif, enda tengist þetta umdeilda mál einum af pistlahöfundum Pressunnar.

Í anda þessa er þetta framtak. Engin pressa. Ég hvet til þátttöku og virkrar hunsunar á vefpressumiðlunum.

Á fésbókarsíðu Pressunnar stendur þetta:  „Pressan er óháður frétta- og afþreyingarmiðill sem stundar vandaða frétta- og upplýsingamiðlun. Pressan er óháð öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum. Vinsamlega gætið velsæmis í athugasemdum. Særandi orðbragði er eytt.“

Í gær var eytt ótal athugasemdum sem gagnrýndu myndbirtinguna. Einnig var lokað á þá sem mótmæltu. Þótt myndbirtingin væri einkum særandi fyrir téða stúlku og aðstandendur hennar, virðist ritstjóranum hafa sárnað meira við mótmælin. Mikið er gott að hafa mælikvarðann á hreinu.

Brugðist við níðingsverki heitir grein dagsins á Knúzinu. Þar og víðar er hnykkt á því að skaðinn er skeður. Margir hafa afritað myndina og hún á eftir að koma fram á síðum þeirra sem hafa enga sómatilfinningu. Eitt dæmi um slíkt er núna á netinu. Ég nefni ekki slóðina af augljósum ástæðum.

Þetta mál er engin dægurfluga að mínu mati, heldur víti til varnaðar og þessari uppákomu á ekki að gleyma.

Auglýsingar

6 athugasemdir við “Engin pressa

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.