Mælikvarði á einlægni

Það er hollt og gott að biðjast afsökunar á mistökum sínum. Ég hef nokkrum sinnum gert það og liðið betur á eftir. Best er að gera það sem fyrst svo hugur fylgi máli og einlægnin fari ekki á milli mála. Ég hef fengið slíkar beiðnir og tekið þeim vel.

Í gær baðst ritstjóri Pressunnar afsökunar í annað sinn á mistökum sínum.  Mér þótti fyrri afsökunarbeiðnin ekki einlæg og lét það álit mitt í ljós ásamt öðrum. Ástæðan blasir líka við. Reiði almennings dugði framan af degi ekki til að Pressan tæki út margumtalaða grein og ljósmynd og að sögn þurfti kröfu lögmanns til að svo yrði.Lokað var á þá sem gerðu athugasemdir á fésbókarsíðu Pressunar og ummælum eytt.  En það var ekki fyrr en auglýsendur kipptu auglýsingum sínum úr birtingu og netverjar voru hvattir til að sniðganga Pressumiðla að eigendum fyrirtækisins varð ljóst hvað þetta gæti kostað. Við það hófst brimróðurinn sem byrjaði á seinni afsökunarbeiðninni.  Þar er meira í lagt og ekki efa ég góðan vilja ritstjórans. Betur má þó ef duga skal. Enn er lokað á þá óbreyttu lesendur sem gagnrýndu þetta athæfi. Þetta tel ég vera mælikvarðann á einlægnina. Nú bíð ég.

Þormóður Sörli gerir úttekt á þessu á nýstofnaðri bloggsíðu sinni.  Ég rakst hins vegar á myndskeið úr South Park sem ég þýddi fyrir Sýn á sínum tíma. Þar er þetta gullkorn:

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s