Ég er líka sekur

Netumræðan er oft eins og veðrið. Undanfarna daga hefur blásið úr öllum áttum og þá eiga vindhanar ákaflega bágt því þeir vita ekki í hvaða átt þeir eiga að snúa sér.  Ef vindhani hefði rassgat, gæti vindurinn farið í gegnum hann, en þá færi innihald iðranna með og yfir þá sem nálægt honum standa. Þótt hér sé minnst á iður og innihald þeirra, tengist það ekki iðrun, sem er víst ákaflega holl tilfinning, því þá skammast maður sín fyrir misgerðir sínar og biðst afsökunar.

Eigandi Vefpressunnar uppgötvaði í gær að netumræðu og viðbrögðum fólks verður ekki stjórnað. Þrátt fyrir það kveðst hann ætla að kæra fjölda manns sem honum finnst hafa verið vondir við sig og fyrirtæki sitt. Enn er þetta mál hans á hótunarstigi því ætlunin er að hræða fólk og þagga niður í þeim sem hafa höfðað til samfélagslegrar ábyrgðar einstaklinga eða fyrirtækja.

Dr. Gunni hefur lengi haldið úti okursíðu sinni þar sem fólk segir farir sínar ekki sléttar af fyrirtækjum og verslunum og hvetur aðra til að beina viðskiptum sínum annað. Samkvæmt forsendum Pressueigandans er þar feitan gölt að flá fyrir kæruglaða kaupmenn og eigendur fyrirtækja. Ég hef sjálfur sagt víða að mér þætti 10-11 búðin hérna uppi á Holtinu vera okursjoppa dauðans og varað fólk við innkaupum þar því álagning á algengar vörur er alveg uppi í rjáfri. Ég er líka sekur um að hafa spurt tvö fyrirtæki á fésbókarsíðum þeirra hvort þau vilji auglýsa á miðli sem birtir mynd af fórnarlambi í nauðgunarmáli.

Helga Þórey Jónsdóttir lýsti iðrunarstigunum á netinu í gærkvöldi. Þau eru:

„1. Ómarktæk afsökunarbeiðni. 2. Leim afsökunarbeiðni. 3. Lögsókn. Þýðir þetta að ef maður fær ekki fyrirgefningu að þá geti maður lögsótt þá sem maður bað afsökunar?“

Dirty Harry á síðasta orðið:

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Ég er líka sekur

  1. Það er semsagt kominn tími á að landinn láti ekki lengur hræða sig til að halda kjafti?
    About time.

  2. Hvers vegna eru sumir að skrifa undir dulnefni ?
    Jú, það er vegna þess að svona aðilar eru eigendur fjölmiðla á Íslandi og hafa verið í áratugi ! Bingi er ekki einn um þessi viðbrögð !

    Fólk hefur verið rekið úr vinnu fyrir skoðanir í þessu landi, og það er enn að gerast að kröfu svona aðila !

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.