Íþróttamenn ársins 2011

Á morgun rennur út skilafrestur fyrir tilnefningar á íþróttafólki ársins að mati sérsambanda og nefnda innan ÍSÍ. Þríþrautarnefnd hefur skilað af sér. Nú fer hver að verða síðastur til að spá, áður en íþróttafréttamenn í föstu starfi á viðurkenndum fjölmiðlum greiða atkvæði. Þeir eru 22 ef ég man rétt. Ég ætla ekki að endurtaka gagnrýni mína á fyrirkomulagið af ótta við að verða eins og bilaðri plata. En hér kemur minn óskalisti.

Ég vona að Kári Steinn Karlsson, Karen Axelsdóttir,  Ásdís Hjálmsdóttirog Helga Margrét Þorsteinsdóttir verði á þessum lista. Nokkurn veginn í þessari röð. Kári setti glæsilegt Íslandsmet í maraþoni og verður fulltrúi vor á ÓL í London 2012. Karen er Íslandsmethafi kvenna í Ironman og á langan afrekalista að baki. Ég get engan knattspyrnukarl sett á listann af augljósum ástæðum en vona að Hólmfríður Magnúsdóttir/Margrét Lára verði ofarlega þar sem kvennalandsliðið stendur körlunum langt framar á öllum sviðum.  Einnig fulltrúi kvennalandsliðsins í handknattleik. Annie Mist Þórisdóttir á heima á topp tíu en fjölhreysti er ekki skráð keppnisgrein innan ÍSÍ.

Vegna meðfædds raunsæis held ég þó að á topp tíu  listanum verði eins og venjulega 7 boltaíþróttamenn og 3 aðrir. Þar af 3 konur. Boltafréttamenn hafa verið duglegir að vekja athygli undanfarið á  Heiðari Helgusyni sem leikur með QPR á Bretlandseyjum. Ég veit ekki í hvaða deild hann er eða hvort hann hefur verið með karlalandsliðinu í ár, en það er í 104. sæti á FIFA-listanum. Því tel ég einboðið að hann komi helst til greina í hópi boltamanna og verður án efa í einn af þremur efstu, gæti alveg hreppt eldhúskollinn.

Hvernig sem fer, verður gaman að sjá topp tíu listann þegar hann birtist. Vonandi kemur hann mér á óvart.

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Íþróttamenn ársins 2011

 1. Því miður held ég að raunsæi þitt sé mjög raunsætt.
  Við getum sennilega sett Heiðar Helgu í 1. sæti af því að hann er svo mikill „nagli“ og búinn að skora nokkur mörk með QPR (já það er miðlungs lið á Englandi). Skiptir engu þó íslenska landsliðið sé það lélegasta í heimi, það er svo miklir peningar í boltanum og íþróttafréttamenn eru mjög sólgnir í hégóma. Því meiri hégómi, því meiri íþróttafrétt.
  Í 2. sæti verður Aron Pálma og einhver kona úr ísl handboltalandsliðinu í 3. sæti.

  Þetta verður mat hinna gríðarlega miklu „íþróttafréttamanna“ sem sumir hverjir vita ekki einu sinni …. eða sleppi því bara. Að auki vil ég benda á Halldór Helgason. Hann keppir í viðurkenndri grein þó skíðasamband Íslands geri henni ekki hátt undir höfði.

 2. Sammála ofangreindu, en sjálfum finnst mér svo augljóst, að (fyrst) við þurfum endilega að horfa til boltanna, þá komi ekkert til greina að setja einhverja stráka upp fyrir stelpurnar. Þær standa sig jú mun betur, bæði í hand- og fótboltanum.

 3. Leiðrétt: Sammála ofangreindu, en sjálfum finnst mér svo augljóst, að EF (fyrst) við þurfum endilega að horfa til boltanna, þá komi ekkert til greina að setja einhverja stráka upp fyrir stelpurnar. Þær standa sig jú mun betur, bæði í hand- og fótboltanum.

 4. Bakvísun: Tíu á toppnum « Málbeinið

 5. Bakvísun: Íþróttamæður ársins « Málbeinið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.