Skötuvísan

Kæst skata er hnossgæti allt árið

Í minni fjölskyldu hefur verið borðuð skata frekar snemma í desember hjá systur minni og mági. Meðlæti er heimabakað rúgbrauð, sem ég fæ aldrei nóg af, og hnoðmör sem pabbi sér um. Þetta er hnossgæti. Vel kæst skata losar um stíflur í ennisholum og fræsir úr manni kvef, fer afar vel í maga og lyktin er ekki eins slæm og malbiksbúar hér syðra halda. Svo rammt kveður að skötufordómum að í sumum fjölbýlum er bannað að sjóða skötu, innan húss og utan, vegna lyktarinnar.

Eini gallinn við skötuna hér á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu er að hún er frekar bragðdauf, meira söltuð en kæst. Fyrir þá sem vilja helst að leki úr augum og nefi oní diskinn, er heillaráð að heimsækja fisksala sinn í tæka tíð og ræða við hann um kæsingu.

Þegar við bjuggum á Vörðustígnum bauð ég upp á þjóðlegar ídýfur með ritskexinu ein áramótin. Smátt saxaður skyrhákarl í majónesi og hökkuð rammkæst skata í sýrðum rjóma. Fólki flökraði almennt við hákarlinum en kom skötunni niður með aðstoð áfengis. Ég held að þarna séu tækifæri fyrir tilraunaglaða matgæðinga.

Þetta er annars besta skötuvísan sem ég hef heyrt:

“Svona rétt fyrir Jesúm í jötunni
jöplum við saman á skötunni.
Í bænum er þefur
líkt og berst þegar hefur
bilað skólprör í götunni.

Magnús Barðdal Reynisson”

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.