Aðventukvæðið 2011

Meðan aðventusveinar Knúzzzins tínast fram á síðuna, 13 talsins, situr víða Vandlætir við tölvuskjáinn, fjasar og þusar í eilífri leit sinn að höggstað á mönnum og málefnum. Ég læt mér þetta í léttu rúmi liggja, enda búinn að öllu. Vandlætir og vinir hans sem lesa þessa fullyrðingu geta dundað sér við það fram eftir degi að skamma mig fyrir hroka, heimta nákvæma skilgreiningu á „öllu“, ákveða í hvaða samhengi þetta skuli rætt og tengt við pólitík, femínisma, klám, níð, grín og allt annað sem veitir Vandlæti fróun.

Mitt aðventukvæði verður um mig  og duttlinga kattarins, kröfuhörku í nærsamfélaginu og súrrandi jólastreitu kisa sem lýsir sér í rísandi hárum og glotti við tennur. Kötturinn er fulltrúi þeirra sem horfa á aðra framkvæma og hugsar ekki lengra en kampahár hans ná.

Jólakort í skyndi skreif
skít af eldhúsborði þreif
af sófa mesta draslið dreif
dreypti á súru víni
Betlar köttur bóg af jólasvíni.

Kökuboxið æstur át
aldrei næ að sýna gát
Uppi í borði orðinn mát
ætla skák að gefa.
Af kalkúninum kisi er að þefa.

Áðan jólaþáttinn þeið
þusandi um gólfin skreið
úti í horni eftir beið
ögn af ryki í leyni
Nú vill kisi ket af jólasveini.

Viðbót I

Enn er lögg á landakút
læknar marga jólasút
á lausa enda hnýti hnút
hnoðmör lekur fisk í.
Seyrulegur sýpur köttur viskí.

Viðbót II

Óþekkt gums í  eftirrétt
inn í frystinn hefi sett.
Matarblöðum mörgum flett
á morgun byrja jólin.
Kisi þarf að þrífa á sér tólin.

Fyllingu í fuglinn treð
finn úr dósum eitthvað með
ORA hefur alltaf séð
um okkar jólaveislu.
Kisi er á kafi í sinni neyslu.

 

Auglýsingar

8 athugasemdir við “Aðventukvæðið 2011

 1. Ég skil engan veginn formálann að þessum vísum en vísurnar eru skemmtilegar. Vissi i ekki að hann Brandur væri svona drykkfelldur.

  Á ekki síðasta línan í viðbótarerindinu að vera: „Seyrulegur sýpur köttur viskí.“ – í stíl við hinar og til að hrynjandi haldist? (En kann svo sem vel að vera að með greininum viljirðu hnykkja á merkingingunni.)

  • Ég var að raula Nóttina ágætu og hún hafði áhrif á atkvæðafjöldann í lokin. Formálinn er knúztengdur en þú lest víst ekki knúzið, eða hvað? Það er ekki alslæmt.; )

 2. Trúi vel að knúzið sé ekki alslæmt en ég passa mig núorðið eins og ég get, af heilsufarsástæðum. (Þó ekki með betri árangri en svo að ég uppgötvaði að ég hef verið undir stöðugri vöktun Vantrúar í meir en þrjár vikur, án þess að taka eftir því, og fékk áfall þegar ég komst að því. Vissi ekki að Vantrú hefði svona mikinn áhuga á mér og kom það einnegin á óvart.)

  Það má syngja aðventuljóðið við Nóttin var svo ágæt ein með að teygja hæfilega á atkvæðum …

  (En ég er að lesa Hola lovers – Tískubloggið – við nýfemínistar heimilisins eru afskaplega hrifnar af þeirri bók.)

  • Vöktun Vantrúar? Nú þykir mér týra. Það stefnir í að maður missi trú á þennan félagsskap. Fundu þeir eitthvað bitastætt?

 3. Þeir voru duglegir að snuðra (sérstaklega í ljósi þess að ég á mjög fáa Fb. vini, hef vandlega læsta Fb. og þar á meðal er vinalistinn lokaður). Sjálfir voru þeir mjög hróðugir fyrir því sem þeir fundu enda hef ég ekki lagt í vana minn að vanda orðfæri neitt sérstaklega á Fb., hef alltaf litið Fb. öðrum augum en t.d. vefsíður og komment við þær. Maðurinn hefur nú lokað sinni síðu, ég hef hent megninu af föðurfjölskyldu minni út (sem reynist eiga slefbera Vantrúar fyrir vini sem geta upplýst hr. Matthías jafnóðum um það sem ég skrifa á þeirra síður, allt frá því í nóvemberlok) og eru sumir Vantrúarmenn nú álíka glaðir og Grýla þegar hún fékk pokann frá Leppalúða. En það var gott að geta glatt þess grey fyrir jólin 🙂 Þótt ég skilji raunar ekki alveg af hverju þeir fengu þennan áhuga á mér, umfram aðra sem hafa sagt miklu miklu meira um vinnubrögð þeirra og talsmáta.

  Kíkti aðeins á knúzið og hugnaðist ekki. Hver hefur sinn smekk.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s