Jólakvæði 2011

Með aðstoð heimiliskattarins verða öðru hverju til vísur hér við Sædýrasafnið. Þetta jólakvæði er ætlað fésbókarvinum mínum en þar er misjafn sauður í margri hjörð. Þar var ætlunin að merkja alla vinina til að gera kveðjuna persónulegri en fésbókarmörkin eru við 30. Því er kvæðinu endurmiðlað hér með loðinni kveðju frá þeim ferfætta, sem er í súrrandi jólaskapi.

Fésbókarvinum hist og her
hálfvitum jafnt og nörðum,
alnetið þessar óskir ber
öllum sem fara í hjörðum
Statusa ykkar yfir heilt
óhætt þykir að læka
alltaf er sama efninu deilt
þó af leggi fýlu stæka.

Í liðinu saman lenda þeir
sem líkastar skoðanir hafa
nenna að tuða meir og meir
á málanna botninn kafa.
Athygli góða allir þrá
aldrei á silfrið fellur.
Af vinafjöldanum þekki þá
sem þykja fésbókarmellur.

Þú, sem nennir að þekkja mig
þiggðu kveðju í rími.
Seinna kem ég og knúza þig
kannski sleppi þá flími.
Heimsumbólaðu hátt og snjallt
himneskt er jólaboðið.
og reyndu bara að eta allt
sem í þig geturðu troðið.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.