Tíu á toppnum?

Samtök íþróttafréttamanna (22 einstaklingar) hafa nú birt lista yfir þá sem þeir telja hafa skarað svo fram úr á árinu að þeir komi til greina sem íþróttamaður ársins. Meðfylgjandi er klausa úr íþróttakálfinum. Ég hef á þessari síðu dundað mér við að spá fyrir um þennan lista og varð því miður sannspár einu sinni enn. Ég reiknaði með 7 boltaíþróttamönnum og það gekk eftir. Konurnar eru 4 (ég bjóst við þremur) og það er óvænt ánægja. 2 eru í frjálsum íþróttum og 1 í golfi. Þetta eru Kári Steinn Karlsson, Kolbeinn Sigþórsson (Kn), Ólafur Björn Loftsson (golf), Sara Björg (Kn) Þóra Helgadóttir (Kn), Anna Úrsúla (H), Aron Pálmarsson (H) Ásdís Hjálmsdóttir (Frjálsar) Heiðar Helguson (Kn) og Jakob Örn (Karfa). Allt eru þetta góðir íþróttamenn á sinn hátt og verðskulda heiður fyrir frammistöðu sína. Það má kalla fréttnæmt að enginn í þessum hópi hefur fengið eldhúskollinn (gælunafn á verðlaunagripnum) og talað er um mikla endurnýjun. Þrátt fyrir það eru hlutföllin eins og undanfarin ár. Þetta er ekki óvænt.

Svona sjá þessir 22 einstaklingar íþróttaheim okkar. Valið endurspeglar íþróttafréttir þeirra að mestu leyti þar sem boltaíþróttir eru 90% efnisins(óábyrg ágiskun). Virkir iðkendur í þeim rúmlega 30 greinum sem eru innan vébanda ÍSÍ hrista sjálfsagt höfuðið yfir þessum lista en verða ekki hissa. Á þessari öld hafa íþróttafréttamenn (langflestir) haft rörið fyrir auganu, en opið á því er eins og bolti í laginu.

Enn einu sinni er ítrekuð sú krafa að þetta ákvörðunarvald verði tekið frá samtökum þeirra og fengið fjölskipaðri valnefnd í hendur sem í sitja fulltrúar íþróttagreina innan ÍSÍ.  Atkvæði almennings myndu vega 50% á móti vali nefndarinnar. Kosning gæti farið fram á netinu. Þetta er róttæk breyting og eflaust væla einhverjir undan frekju tómstundatöltaranna, en allt er betra en núverandi fyrirkomulag, sem er svo fyrirsjáanlegt að það er ekki fyndið.

Á þennan lista vantar. t.d. : Annie Mist Þórisdóttir, heimsmeistari í fjölhreysti. Karen Axelsdóttir, Íslandsmethafi kvenna í Ironman og þátttakandi á heimsmeistaramóti. Fleiri mætti tína til sem standa þeim stutt að baki.

Hversu margir eru á núverandi lista sem státa af þessum árangri? Þarna eru 2 knattspyrnumenn. Má ég minna á að karlalandsliðið er í 104. sæti á FIFA-listanum? Man einhver hvenær þetta lið vann síðast leik? Af hverju er verið að heiðra fulltrúa þess, þegar árangurinn er sem raun ber vitni? Þessir knattspyrnumenn hafa ekki orðið landsmeistarar með liðum sínum á erlendri grund.  Hver eru þá afrek þeirra?  

Vegna spádómsgáfu minnar sem lýst er hér að ofan, held ég áfram. Ef rörsýnin bregst ekki þá verður kona í þriðja sæti. Sennilega Þóra B Helgadóttir.  Aron Pálmarsson og Heiðar Helguson verða efstir.

Ég er bullandi hlutdrægur í þessari umfjöllun. Ég fagna því auðvitað að sjá Íslandsmethafann og Ólympíufarann, Kára Stein Karlsson maraþonhlaupara, á listanum. Í mínum huga er hann Íþróttamaður ársins 2011, hvað sem 22 sjálfskipaðir sérfræðingar íþróttasíðna segja.

Auglýsingar

9 athugasemdir við “Tíu á toppnum?

 1. Sæll Gísli,

  óska þér til hamingju með spádómsgáfuna. Beið einmitt spenntur eftir að sjá hvort þetta gengi eftir hjá þér.

  Ætla að stinga upp á einu.

  Íþróttafréttamenn landsins eru engin heilög valnefnd og eiga varla lögbundinn rétt til að kjósa íþróttamann ársins. Væri því ekki ráð að taka völdin úr höndum þeirra, án þess að spyrja kóng né prest – sérstaklega ekki prest. Koma saman nokkuð þéttum hópi úr íþróttasamböndum og láta útbúa annan koll, eða jafnvel aðeins veglegri en þó ekki stærri grip. En ég vil ekki að þessi hópur velji íþróttamann ársins en haldi aðeins utan um að telja atkvæði almennings. Athyglisvert væri að sjá hvernig slíkt kjör færi og vart svo kostnaðarsamt að leyfa almúganum að kjósa.

  Skora á þig að græja þetta. Þú ert maðurinn.

 2. Íþróttamaður ársins að mati þjóðarinnar er góður titill. Maður fólksins.

  En meira þarf en blogg úti í bæ til að breyta kerfinu hjá ÍSÍ og SÍ.

 3. Eru það ekki bara íþróttanördar sem nenna að velta sér upp úr þessu vali á íþróttamanni ársins? Og til hvers er verið að tilnefna og velja hópíþróttamenn? Hvers eiga liðsfélagarnir að gjalda? Eiga þeir bara að halda kjafti og vonast eftir tilnefningu næsta ár…Að mínu mati er þessi dýrkun löngu komin út fyrir öll velsæmismörk og farin að vinna gegn eðlilegum áhuga barna og unglinga til að stunda íþróttir. Því þessi áhersla á að búa til afreksfólk virkar hamlandi á þá unglinga sem vilja bara vera með vegna skemmti og félagsgildisins.
  Held það væri nær að endurvekja ungmennafélagsandann og hætta þessari afreksmanna dýrkun ÍSÍ og íþróttabjálfanna

  Gleðileg jól

 4. Sæll Gísli, ég er einn þeirra sem fussaði þegar ég sá listan einmitt út af sömu ástæðu 4 knattspyrnumenn fyrir hvað?????? Þetta er sama sagan ár eftir ár, það er verið að verðlauna tekjuhæsta íþróttamann landsins ekki besta íþróttamann landsins. Tek undir með þér Annie og Karen væru frábærir fulltrúar auk Gunnars Nelson. Svo eru krakkar sem hafa verið að ná ótrúlegum árangri á skíðum eins og Kiddi Björns um árið. Var tvívegis í 2 sæti í heimsbikarnum sem er alveg magnaður árangur í svona fjölmennri einstaklingsíþróttagrein. Hann rétt slapp inn á topp 10. Styð það að verði gerður nýr listi sem fólk mun fylkja sér bakvið og hætti að taka mark á þessu kjöri. Annars óska ég þessum 10 til hamingju með kjörið öll flottir fulltrúar.

 5. Þetta er auðvitað hneyskli og úrslitin verða eins og ég spáði hér á undan nema að það gæti orðið kona úr fótboltanum sem næði 3. sæti en ekki kona úr handboltanum.
  Auðvitað er þetta allt gott íþróttafólk en á listann vantar mun betra íþróttafólk. Ég nenni ekki að skrifa um hvað þetta er vitlaust allt saman því ég veit að nokkrir íþróttafréttamenn lesa þetta og þeir eru voðalega sárir eftir síðustu skrif.

 6. Íþróttafréttamenn eru margir og misjafnir. Ég hef verið ánægður með RÚV-menn í ár og þeim ber að hrósa fyrir fjölbreyttara efni en oft áður, svo allrar sanngirni sé gætt.

  En eftir því sem rýnt er meira í listann kemur fleira undarlegt í ljós. Handknattleikskona ársins að mati HSÍ er ekki á listanum, heldur er eins og menn hafi sammælst um að kjósa Önnu Úrsúlu sem fulltrúa landsliðsins.

 7. Hvernig væri að Gísli kæmi saman fólki frá ólíkum íþróttum og þjóðfélagshópum og þau gæfu út sinn lista rétt áður en íþróttafréttamenn gæfu út sinn lista. Svo er spuring að yfirtaka samtök íþróttafréttamanna? Hverjar eru kröfunar í félagsskapinn? Skrifa nokkrar greinar um íþróttir?

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s