Stolið efni fjölmiðla

Það kemur fyrir að ég klíni myndum af netinu með meintri speki minni á þessari síðu. Oftast eru þær almenns eðlis og ekki meginefni viðkomandi færslu, heldur til skrauts. Það er misjafnt hvort uppruna sé getið, enda ekki auðvelt að finna höfund í mörgum tilfellum.

Aðrir ganga aðeins lengra og eru þá gripnir í bólinu. Það kom fyrir drottningasíðuna á sínum tíma og þar er endurvinnslan enn í gangi í svonefndum játningum sem Gúgul Transleit, starfsmaður á ritstjórn, sér um, þótt fullyrt sé að ungt fólk á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu sitji sveitt við skriftir í von um að sjá afurðir sínar í játningaformi á bleiku síðunni. Léleg staðfærsla kemur oftast upp um Gúgul, sem og kauðslegt orðalag. Þessar „játningar“ eru fyrir vikið oft barnalega fyndnar, einkum þegar reynt er að þræta fyrir aðkomu Gúguls að skriftunum.

Vinkonur mínar, Pjattrófurnar, skrifuðu þennan texta: 

„Eins og við flest vitum er svart-hvíta stefnan sem varð mjög áberandi í Innlit/Útlit þáttunum á árunum 2006-2007 löngu búin að syngja sitt síðasta og nýjir tónar komnir á hús og heimili.

Segja má að endurnýtingarstefnan hafi einnig tekið við á heimilum okkar líka en langt er síðan fólk fór að verða óhrætt við að klæðast „second hand“ fatnaði í bland við dýrari föt. Það sama er nú uppi á teningnum á heimilum þar sem gömul húsgögn frá ömmu og afa eða dýrgripir úr Góða Hirðinum blandast nýrri hönnun úr Epal eða Habitat.“

Við fyrstu sýn virðist fjallað um íslenskar aðstæður, íslensk heimili og ekkert nema gott um það að segja. Með greininni fylgja margar skemmtilegar myndir sem ég hélt eðlilega að væru afrakstur rannsóknarvinnu höfunda. Svo er ekki.

Í athugasemd við greinina stendur þetta:

Kim Johnson · Carleton University

Thanks a bunch for ripping all these photos off of my blog DESIRETOINSPIRE.NET and not even mentionning us or our sources for these photos. Much appreciated.
Stolið efni er algengt á íslenskum netsíðum og varla í frásögur færandi. Í þessu tilfelli er höfundurinn ekki ánægður með stuldinn og kemur því á framfæri.

 

20 athugasemdir við “Stolið efni fjölmiðla

 1. Þetta er ótrúlega algengt. Mér hefur m.a verið bent á myndir frá vouge.com á þekktum íslenskum síðum. Það finnst mér ótrúlega djarft, ekki vildi ég lenda í lögfræðingum CondéNast ef þeir tækju sig til og kærðu síðurnar fyrir þjófnað.

 2. Gúgul Transleit virðist samt vera gleymin, því síðasta nýársheitið vantar. Þannig að þetta er ekki aðeins stuldur, á texta og myndum, en einnig fölsk fyrirsögn.

 3. takk fyrir þetta innlegg Gísli, þú gleymir því kannski að Pjattrófurnar eru ekki blaðamenn á launum heldur bloggarar… hvað ertu að hafa áhyggjur af þessu? Hefurðu ekkert að gera?

  Bloggarar um allann heim gera þetta. Þú átt mikið verkefni fyrir höndum ef þú ætlar þér að fara að leiðrétta þetta allt.

  • Pjattrófurnar eru vefmiðill sem selur auglýsingapláss og hefur af því tekjur, sem og af meðmælum með vörum ýmissa verslana. Þótt ég hnýti lítillega í þetta, hef ég engar áhyggjur þannig séð, enda lyndisgóður maður. Ég elti heldur ekki ólar við venjulega bloggara.

 4. myndi kalla þetta hálfgert einelti á þessar konur sem eru í sakleysi sínu að fjalla um það sem er fallegt í heiminum… þarna gleymdist þó að geta heimilda. Þær reyna kannski að standa sig betur… en byrjaðu endilega að umvanda fyrir fleiri bloggurum…

  • Ég kalla gagnrýni ekki einelti. Þú ættir að fletta upp skilgreiningunni áður en svona alvarlegu orði er kastað inn í saklausa netumræðu. Þetta er ekki eina dæmið um afrita/líma aðferðina á þessum miðli og athugaðu það líka að ég gagnrýni alla vefmiðla jafnt. Ég legg ekki í einelti.

 5. „Allir þessir vefir eru keyrðir áfram fyrir auglýsingafé, það er ekkert leyndarmál. Umfjöllun um snyrtivörur og annað þvíumlíkt er því aðeins auglýsing. Vefurinn skuldbindur sig gagnvart fyrirtækjunum sem að kaupa af þeim auglýsingar og hagar umfjöllun sinni eftir því. Fyrirtækin hagnast svo á lesendum sem telja sig aðeins vera að þiggja hollráð frá konum sem bera hag þeirra fyrir brjósti.“
  Tilvitnun í smugan.is: Höf: María Lilja Þrastardóttir.

 6. Kíktu á þessa líka… http://svartahvitu.blogspot.com/

  DV á ekkert í Pjattrófunum. Þær voru áður á Eyjunni. Þú veist ekki hvort þær selja auglýsingar eða hvernig þetta gengur fyrir sig hjá þeim. Af hverju reynirðu ekki að tala við þær áður en þú heldur áfram?

  • Ég fékk upplýsingar um þetta fyrirkomulag hjá innanbúðarfólki á DV. Ég reyni eftir megni að fara ekki með fleipur. Ég hef átt bréfaskipti við Pjattrófu og þá fór ágætlega á með okkur. Þær þola gagnrýni.

   Svartáhvítu er blogg.

 7. Eitt enn, Sigríður, sem þú hefðir séð, ef þú hefðir lesið færsluna til enda:

  „Stolið efni er algengt á íslenskum netsíðum og varla í frásögur færandi. Í þessu tilfelli er höfundurinn ekki ánægður með stuldinn og kemur því á framfæri.“

 8. Þetta er mál sem ég man aftur langt langt aftur í tímann. Fyrir a.m.k. 20 árum var lítil grein í glanstímaritinu Glamour um að endurskipuleggja fataskápinn sinn. Nokkrum vikum síðar var mjög svipuð grein í föstudagsblaði (minnir mig, amk voru svona „lífsstilssíður“) moggans og með sömu myndunum. Svo þetta er ekki nýlegt og ekki einskorðað við netheima, þó það hafi örugglega aukist.
  Einn sem hef séð marga linka í á facebook virðist taka allt sitt af erlendum síðum án þess að geta heimilda.
  Þetta fer óendanlega mikið í taugarnar á mér og það kemur málinu ekkert við hvort fólk hefur tekjur af þessu eða ekki, að taka efni sem annar hefur höfundarrétt á er lögbrot. Ef viðkomandi hefur ekki höfundarrétt er samt ósiðlegt að stela efninu svotil orðrétt án þess að geta heimilda.

 9. Helvíti ertu öflugur Gísli. Nú er búið að bæta við; Myndir fengnar að láni hjá DESIRETOINSPIRE.NET Að fá að láni án þess að spurja, flokkast samt ennþá undir þjófnað…og ef þær voru fengnar að láni hvenær á þá að skila og hvernig?

 10. Ég hef reyndar líka tekið eftir því í mogunþætti á Rás2 að þau kópera stundum lagavalið/efnisvalið. Ég hef alla vegana tvisvar sinnum hlustað á uppáhalds ameríska tónlistarþáttinn minn á mánudagskvöldi og þau Gunna Dís og hvað hann nú heitir þarna hafa verið með nánast sama þrusu playlistann á þriðjudegi eða miðvikudegi. Og þá ekki endilega bara nýja tónlist eða vinsæla akkúrat núna.

 11. Sigríður Elsa, tja það birtast auglýsingar á síðu Pjattrófna og þær ekki bara ein og ein. Það dugar mér til að þetta sé peningadæmi ekki „saklaus“ bloggari út í bæ.

 12. Ég byrja á þvargi sem er allt annars eðlis en hér fyrir ofan. En það er valið á íþróttamanni ársins. Heiðar getur svo sem verið besti knattspyrnumaðurinn. En Ísland er í 104. sæti Fifa listans yfir bestu fótboltaþjóðirnar eða nákvæmlega á miðjum lista. Þrjár öftustu þjóðirnar eru allar í 206. sæti. Við eigum heimsmeistara og fólk í fremstu röð í þol- og bardagaíþróttum en ekkert af því kemur til greina vegna fáránlegra reglna um sérsambönd. Ég skora á íþróttaskríbenta að vera víðsýnni eða hætta hreinlega þessu fáránlega vali.

 13. Mér finnst þetta mjög áhugaverð umræða. En hvað með blogg? Eru þau undanskilin höfundarétti? Er búin að vera að lesa mér til um þetta á netinu og sé ekki að það sé neinn munur á bloggi og vefsíðum (eða vefmiðlum). Ef þú tekur mynd og birtir hana, jafnvel þó þú linkir í vefsíðuna sem á myndina, þá ertu að brjóta lög er varða höfundarétt.

  • Mér finnst sjálfum góð regla að vitna í heimildir þegar ég nota þær. Margir sem skrifa á netið, hafa fyrirvara á síðum sínum um öll réttindi áskilin. Það ber að virða. Almenn blogg sem eru höfundi og vinum hans til yndisauka eru annars eðlis en vefsíður sem ætlaðar eru til hagnaðar. Sá sem tekur efni í eigu annars og notar það til að græða á því, án þess að geta heimilda. er öllu brotlegri en venjulegur bloggari.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.