Á ég að tína upp rusl nágranna míns?

Hér við Sædýrasafnið var skottertusýning í gærkvöldi eins og stundum hefur verið boðið upp á. Sprengingarnar stóðu yfir í klukkutíma og voru stærstu terturnar á við Grettistak miðaldra skrifstofumanns. Ásamt hávaðanum var reykurinn mikill og papparusl dreifðist yfir garðinn okkar og lóðina, sem er núna frekar ógeðsleg þar sem ekki er þverfótað fyrir tertuleifum.

Nágranninn, sem er almennt hinn vænsti maður, tíndi saman tertukassana sína en hitt liggur enn á sínum stað. Undanfarin vor hef ég varið í það nokkrum klukkutímum að hirða leifarnar eftir áramótin hans. Hann hefur aldrei sýnt tilburði til að þrífa eftir sig og af því að samskipti okkar hafa einkum verið á neikvæðum nótum (Hundurinn hans hefur reynt að éta köttinn minn, skitið í garðinn minn og þess háttar), er ég á báðum áttum um hvort ég eigi að bæta við einu nöldri í safnið.

Eitt af áramótaheitunum mínum er aukið umburðarlyndi og mannkærleikur á nýju ári. Nú reynir á það.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Á ég að tína upp rusl nágranna míns?

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.