Fréttir af fésbók

Fyrirsögnin vísar til síðu sem eitt sinn var herbergjuð á Eyjan.is, en var síðan aflögð. DV hefur nú tekið upp þráðinn svo ákaflega að nokkurra tíma gamlir statusar á fésbókinni verða efni í mest lesnu fréttirnar. Þar hótar alþýðusöngvaskáldið, jeppaeigandinn og málsvari auðmanna (merkilegt hvernig þetta getur farið saman í einum manni) að hætta að kaupa vörur af Ölgerðinni, sem árum saman hefur selt rúmlega hundrað fyrirtækjum salt sem hentar jafnvel á hálar götur og til manneldis. Saltið er kyrfilega merkt sem slíkt, á sama hátt og hundamatur og kattafóður er greinilega merkt og ekki viðlit að reyna að svæla því oní heimilisfólkið. Samt verða allir svo hissa og sneypulegir þegar þetta kemst upp. Þetta er mál helgarinnar og dugar sennilega fram í miðja næstu viku eða þar til næsta rassvasahneyksli verður.

Þetta er gott framtak hjá söngvaranum herskáa. Hann tekur að sér að mótmæla fyrir hönd neytenda, því útilokað er að nokkur maður fylgi honum eftir. Neytendur hérlendis eru ekki vanir slíku. Þeir láta allt yfir sig ganga og eiga það skilið. Þess vegna er gott að fá svona afdráttarlausa afstöðu manns sem ætlar ekki „að versla við Ölgerðina í bráð“. Kannski þraukar hann fram að næstu helgi. En það er auðveldara að paunkast á Ölgerðinni en líta fram hjá þeim 100 fyrirtækjum sem keyptu og notuðu götusaltið í grautinn sinn.

Annars er auðvelt að sniðganga iðnaðarsaltið. Það nægir að hætta að kaupa unnar matvörur og bakaríisbrauð. Þetta er ekki flókið. Samt gerist ekki neitt því enginn gerir neitt. Nema Bubbi. Alla vega fram að næstu helgi.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s