Hvert er heilkennið?

Laugardagskvöldið 21. janúar, birtist mynd á Fésbókinni af stelpuís og strákaís ásamt stuttum texta um merkingar umbúða og boðskap. Áhrifin urðu sjálfsagt meiri en ljósmyndarann óraði fyrir.Flestir fjölmiðlar fjölluðu um málið, báðar sjónvarpsstöðvarnar í kvöldfréttum og DV birti þrjár greinar um það.  Sólarhring síðar lýsti framleiðandinn því yfir að hætt yrði sölu á ísnum, vegna mikilla viðbragða og gagnrýni.

Hér mætti fjalla um samtakamátt neytenda, sem sést því miður of sjaldan og þá staðreynd að framleiðandi íssins fékk mikla umfjöllun og auglýsingu út á þetta tiltæki sitt, enda er illt umtal betra en ekkert. Hvort hann græðir á því skal ósagt látið. Annað vakti meiri athygli mína í góðri samantekt AK-72. Þar flokkar hann þátttakendur í löngum umræðuhölum um þetta á netmiðlum í þrjá hópa.

„Síðan er það þriðji hópurinn sem sprettur trítilóður fram í hvert sinn sem rætt er um jafnréttismál, kynjamál og  kynferðisbrotamál. Sá hópur froðufellir af bræði óháð hvort það sé almennt séð hófsamt eða öfgakennt innlegg inn í þessi eldfimu umræðuflokka frá einhverjum sem telur að betur megi gera í þessum málum. Þá fylgja miklar og ómálefnalegar formælingar með um „djöfulsins feministakjaftæði“, „rauðsokkuvæl“, „á ekkert að hlusta á þessar helvítis kellingar“ og ýmislegt sem flýtur með í ruddalegri kantinum sem ber hrenilega vott um djúpstæða kvenfyrirlitningu hjá viðkomandi.“

Sóley Tómasdóttir fjallar um fulltrúa þessa hóps í grein sinni Kunta veltir vöngum.  Vegna áhuga míns á mannlegu eðli, las ég alla umræðuhalana og hélt nokkrum dæmum til haga. Þetta ritar ungt fólk, einkum karlar, en konur taka einnig undir.

„Ég held að þessar ands… rauðsokkur séu að fara yfir um: Hafsteinn Hafsteinsson.

Á næst að banna stráka og stelpuklefa í sundi, nei bara spyr, er þetta ekki komið útí endalausa vitleysu: Hafþór Jóhannsson.

þetta er nú meira djöfulsins kerlinga vælið í kringum einn helvítis ís, er ekki í lagi með þessar kellingar? afhverju fáið þið ykkur ekki bara langa göngu á stuttri bryggju, andskotinn hafi það, þetta er það sem er að þessu þjóðfélagi í dag… djöfulsins kellingar með sitt rauðsokku væl… díses kræst… Einar Jóhann Jónsson

Ég læt nú vera eina klikkaða kellingu en að heilt fyrirtæki fari á límingunum og haldi neyðarfund um helgi og taki vöru af markaði. Ingólfur Kristjánsson

Þetta er svo mikið rugl það er hægt að væla yfir öllu eg skora nú bara á emmess að hafa þessa ísa bara áfram í búðum og hætta að hlusta á þetta kellingavæl endalaust 🙂María Þorláksdóttir

femínista frekjur tuð’ um ísinn
finna klofinn ís milli læranna
má hann gera mikinn
mun á milli kynjanna: Björn Helgason

með talibanatruntustælunum hafðist þetta. Sveiattan ! Grétar Reynisson Welding

feministi sem kvartaði .. útskýrir ýmislegt ..Guðmundur Óli Bergmann“

Það er rétt að ítreka eftir þennan lestur að tilefnið er ein mynd af ísboxum í hillu og stuttur texti með. 

Þetta þriðjahópsfólk á það sameiginlegt að í því svellur reiði. Reiði og pirringur. Það hefur ekkert málefnalegt fram að færa, aðeins tilfinningalegar upphrópanir og fúkyrði. Fáir verða eins æstir og þeir sem skortir rök.  Og þar sem oft er talað um að dæmi vanti um hitt og þetta, þá eru þessar tilvitnanir lagðar fram til merkis um ákveðið heilkenni, sem gætir víða, miðað við „lækin“ sem þau fá í umræðuhölunum.  Heilkenni sem kennt er við „höfund“ símaskrárinnar, mann sem nú er umtalaður fyrir meint afbrot sín, eins og vinsælt er að segja. Kannski er ósanngjarnt að eigna honum allt sem miður fer að þessu leyti, en miklu veldur sá er upphafinu veldur.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Hvert er heilkennið?

  1. Ég segi bara takk fyrir mig. Verðugt og gott svar við þessum hópi enda er ég „óhæf“ til að svara þeim sem femínisti og þar af leiðandi bullandi rauðsokka enda fædd þegar þær „létu sem verst.“

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s