Eldhús Helvítis

Í sjónvarpsheiminum er hægt að keppa í öllu og þar sýnist mér að nú sé vinsælast að keppa í matreiðslu eða söng. Þriðju vikuna í röð hefur viljað svo til að á flatskjá heimilisins (sektarkenndin er þrúgandi) fer Gordon Ramsay eldhúsböðull hamförum, skammast, rífst, blótar og grýtir eldhúsáhöldum og mat hist og her, í eldhúsþætti sem kenndur er við helvíti. Í lok hvers þáttar geldur einhver klaufaskapar síns og er rekinn með útfararkenndri viðhöfn. Fólk er brotið skipulega niður og því fleygt þegar ekkert er eftir nema taugahrúga. En þetta leggja margir á sig út af verðlaununum sem eru vegleg og mikið talað um þau í hverjum þætti.

Í þeirri þáttaröð sem nú er að ljúka á Stöð 2 bíður sigurvegarans glæsilegur veitingastaður í þekktu spilavíti í Las Vegas, stjórnunarstaða og tilheyrandi, sjálfsagt á ráðherralaunum. Þar sem þessi tiltekna þáttaröð er nokkurra ára gömul, eru hæg heimantök að fletta henni upp og staðfesta að ekki er allt sem sýnist.

Í þessari úttekt kemur fram að sigurvegarar fá ekki verðlaunin, fá hugsanlega viðkomandi titil en ekki ábyrgðina sem honum fylgir, eða þá að þeir hætta störfum um leið og samningstímanum lýkur. Þar með virðist tilgangslaust að leggja á sig erfiði, þjáningar og niðurbrot sem áhorfendur verða vitni að. Þetta er ekkert leyndarmál en samt leitar fólk í þessa þætti ár eftir ár.

Þeir sem vilja ekki vita hvernig þessi þáttaröð og næstu þrjár enda, skulu ekki smella á tengilinn í þessari færslu.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s