Tveir titlar

image

Hvað er athyglisverðast við þessa mynd?

Meðan ég beið í djúpum hægindastól í Háskólabíó, fann ég þessa mynd í símanum mínum og mundi að hún á heima í íþróttafrétt. Myndin er tekin í janúarbyrjun þegar ÍSÍ heiðraði íþróttakarla og -konur ársins hjá sérsamböndunum og eftir matinn voru boltaíþróttamenn heiðraðir, en reyndar slæddust þar með tveir fulltrúar úr frjálsum íþróttum.

Það sem er athyglisverðast við myndina er að Karen Axelsdóttir (fyrir miðju!) heldur á tveimur gripum. Hún er þríþrautarkona ársins OG hjólakona ársins. Ég man ekki eftir öðrum dæmum um að íþróttakona (eða karl) hafi hampað slíkum sæmdartitli frá tveimur sérsamböndum á sama árinu. Þetta hefði einhvern tíma þótt efni í frétt á stórum fjölmiðli, ef einhver af þessum 22 félögum í SBÍ hefði lagt í að lesa greinargerðirnar sem þeir pöntuðu til að geta gert upp hug sinn fyrir kjör íþróttamanns ársins.

Nú er ég kominn heim eftir frábæra skemmtun á Listamanninum, sem sópar eflaust til sín Óskarsverðlaunum, enda ákaflega vel að skapi miðaldra hvítra karlmanna sem skipa Óskarsakademíuna. Að því slepptu þá er myndin frábær skemmtun og ég mæli með henni.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.