Listamaðurinn -tilraun til rýni

Bíóupplifun er allur pakkinn, allt frá sælgæti, poppi og kóki á okurverði, skjáauglýsingum og treilerum áður en myndin sjálf byrjar, til sessunauta og almennrar svitalyktar í salnum. Það síðasta hef ég reyndar ekki fundið síðan í Hafnarbíói á ónefndri mynd fyrir of mörgum árum. Þar voru flestir í síðfrökkum og heitt var í salnum. Í Háskólabíó klukkan fjögur var þægilega svalt í salnum.

Skjáauglýsingarnar áður en myndin hófst voru nær allar um sælgæti og líkamsrækt. Inn á milli var skotið áminningu, sennilega frá tannlæknaráði eða álíka stofnun, um að sælgætisneysla landsmanna væri 19 kíló á mann. Strax á eftir kom digurt súkkulaðistykki á tjaldið. Ein auglýsingin sýndi krossmark úr súkkulaðikexi. Þá fussaði konan við hlið mér og vildi að „þetta“ yrði bannað. Hún var með tæpt kíló. Við bruddum dýrt popp.

Einn treiler var á undan, ótextaður og ómerktur, og ég veit ekki hvaða steypa þetta er. Kannski var verið að hita okkur upp með amerískum hávaða og hamagangi því svo birtist Listamaðurinn í allri sinni dýrð, svarthvítur í mildu tónaflóði og salurinn heillaðist svo mikið að hvergi bar á farsímafikti, sem er bæði hvimleitt og algengt í kvikmyndahúsum og leikhúsi. Sjálfsagt var enginn tími til að athuga SMS og glötuð símtöl, því ekki má líta af tjaldinu.

Myndin var sýnd án hlés sem er alltaf kostur. Þetta var frábær upplifun og Listamaðurinn verðskuldar allar sínar viðurkenningar. Hún mokar sjálfsagt inn Óskurum, enda að skapi akademíufélaga.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Listamaðurinn -tilraun til rýni

  1. Listamaðurinn – tilraun til rýni – er misheppnuð tilraun. Þessi meðallanga grein fjallaði að mestu um vanlíðan og hneykslan rýnisins og aðeins tvær síðustu línur textans voru um myndina sjálfa.

  2. Þú ættir endilega að prófa að vera eins jákvæður og glaður í sinni og ég, kæri Björn. Mér leið vel í bíóinu og hvað meinta hneykslan mína varðar, ættirðu að lesa milli línanna.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s