Þessi auglýsing er í Fréttablaðinu í dag. Í fljótu bragði sést ekkert athugavert við hana nema hvað strákurinn lengst til hægri í myndaröðinni er síðhærðari en hinir og ólíkt glaðlegri í bragði, sjálfsagt vegna leikgleði, því íþróttir eru svo skemmtilegar. Þegar nánar er að gáð, eru þarna auglýstir leikir í karlaflokki OG kvennaflokki, fjórir í hvorum og er jafnræði hvað það varðar. Samt má af þessu ætla að strákarnir ætli bara að mæta en óvíst sé með stelpurnar. Kannski sitja þær bara heima. Kannski eru þeirra leikir ekki nógu merkilegir til að á þeim þurfi að vekja sérstaka athygli. Aðalatriðið er að Strákarnir mæta og leika. Hvað veit ég, rantandi hérna við Sædýrasafnið?
Fyrir nokkrum árum fékk ég aftur áhuga á handbolta. Þá var elsta barnabarnið byrjað í sjötta eða sjöunda flokki hjá Val og skemmti sér vel með vinkonum sínum á æfingum og í leikjum. Þær hafa góða þjálfara og félagslegu áhrifin eru mikil. Ég hef mætt á leiki nokkuð reglulega, ekki eins oft og ég hefði viljað , og haft gaman af. Liðið hefur stækkað og styrkst og því gengur vel, en ánægjan er oftast óháð árangri hjá krökkum á þessum aldri sem kunna að njóta íþróttarinnar sinnar. Ég vona því, hennar vegna, og foreldra og barna almennt, að svona markaðssetning heyri bráðum sögunni til, því með ofuráherslu á karlaflokkana, verður brottfallið meira úr kvennaflokkunum og stelpurnar finna fyrir alvöru hvað þær eru settar skör lægra. Eins og dæmin sýna dugar þeim ekki að ná betri árangri en karlarnir.
Íþróttir eiga að vera fyrir alla sem hafa áhuga. Ekki bara annað kynið. Það má kalla þetta smáatriði, nöldur, óþarfa pirring, jafnvel öfga, því til eru þeir sem líta þannig á jafnréttismál, en þetta skiptir máli. Þetta er dæmi um hvernig viðhorf eru mótuð. Mörg svona dæmi hafa meiri áhrif en fólk grunar. Það er auðvelt að breyta smáatriðum. Þess vegna hnýti ég í þetta.
Augnaranghvolf!!!!!!!! Stelpurnar eru búnar að spila undanfarnar vikur en strákarnir hafa verið í fríi frá því í desember út af evrópumóti, hence the headline for crying out loud.
Og finnst þér sem sagt fyrirsögnin allt í lagi þess vegna?
Enn fremur þetta vegna athugasemdar hér að ofan: Landslið karla hefur hvort sem er verið í sjónvarpinu dag eftir dag, ásamt öðrum evrópskum liðum. Enginn skortur þar á. Ég fylgist prýðilega með íþróttum og hef enn ekki séð álíka fyrirsögn þegar einhverju hléi á deildakeppni kvenna lýkur hér heima.
Strákarnir eru ekkert mættir! Þeir fóru aldrei.
vá hvað þetta var kjánalegt yfirklór hjá Hrannari!
Strákarnir eru skotfastari, sneggri, stærri og kraftmeiri á allan hátt. Karlaíþróttir eru einfaldlega betri afþreying þess vegna.
Kvennaíþróttir eru svipaðar að gæðum og unglingaflokkar eða old boys hjá körlunum.
Þetta er bara staðreynd. Engu skiptir hversu mikið reynt er að fylgja réttrúnaðinum. Flestir sem horfa á íþróttir sér til ánægju taka ákvörðun um að horfa á það besta sem er í boði á hlutlægum grundvelli.
Mikið er gaman að fá svona viðhorf beint úr pokanum.
Fyrirsögnin er vegna þess að strákarnir eru komnir úr fríi. Auglýsingarnar hafa verið eingöngu um stelpurnar undanfarnar umferðir. Hvað er eiginlega málið? Aðeina að slaka á í paranojunni.
Engin paranoja hérna megin. Horfum á heildarmyndina.
Það eru einmitt svona þröngsýnar karlrembur sem koma í veg fyrir jákvæða þróun í þessum efnum. Baráttukveðjur Gísli 🙂
Ætli ‘atli’ geti matast hjálparlaust? Sumir af tegundinni Homo sapiens sitja þróunarmerina greinilega aftar en gengur og gerist – eða hafa hreinlega misst af lestinni.
Við vorum tveir sem vorum ekki á réttu línunni og það er talað um karlrembur í fleirtölu þannig að ég er væntanlega þröngsýn karlremba.
Það er nefnilega grundvallarskilyrði til þess að geta talist víðsýnn að loka augunum fyrir augljósum staðreyndum og láta jafnréttishugsjónina leiða sig niður á einhverja niðurstöðu sem er óraunhæf.
Öll þau 90% sem fara á karlaleiki en ekki kvennaleiki hljóta því að teljast til þröngsýnna karlremba sem standa í vegi fyrir algjöru jafnrétti innan íþrótta.
Og þetta tal um að kvennalið í ákveðinni grein hafi náð betri árangri en karlaliðið í sama félagi er svo mikið rugl að maður ælir. Til dæmis samanburðurinn á landsliðum karla og kvenna.
Kommon, það er margfalt meiri samkeppni í karlaíþróttum, þetta vita allir. Líka þeir sem eru að deyja úr ást á jafnrétti og hafa að sama skapi mikla þörf fyrir að tala út um réttlætiskennd sína.
Með kveðju úr pokanum
Þetta er nú þokkalega vel í lagt hjá þér. Ekki kallaði ég neinn karlrembu, heldur eru þetta skoðanaskipti. Jafnréttislöngun er heldur engin ávísun á óraunsæi. Svo er ég ósammála þessum útreikningi þínum á 90%. Þetta tengist ekkert því sem ég fjalla um.
Hvað samkeppni varðar hefurðu nokkuð til þíns máls. Hitt er umhugsunarvert hvað hefur skapað þessa stöðu í íþróttunum. Erum við annars ekki sammála um að vilja veg íþrótta sem mestan? Bæði karla og kvenna?
Ég er nú bara hreint ekkert svo viss um að það sé eitthvað lögmál að samkeppnin sé harðari meðal íþróttakarla en íþróttakvenna. Ég hélt að fimleikar kvenna væri eitthvað mesta cut-throat sport í heimi og samkeppnin svo miskunarlaus að sumar færu jafnvel stórskaðaðar út úr þeim heimi. Kannski er það liðin tíð eða þá bara einhver austantjaldsfasismi, en ég efast nú samt um að handboltagæinn sem var íþróttamaður ársins hérna um árið (eða var það í fyrra?) hafi þurft að leggja meira á sig í sínu sporti en Gerplustelpurnar sem urðu Evrópumeistarar. Mér fannst augljóst að íþróttafréttamenn kunnu í því tilfelli ekki að meta góðan árangur í íþróttum.
Afhverju er sérstök kvennadeild fyrst konurnar eru svona góðar?
http://mbl.is/sport/
Hvað er athyglisvert á þessari síðu?
Það er bara fjallað um boltaíþróttir en ekkert um td hjólreiðar, rally o.s.fr.
Innan ÍSÍ eru 32 íþróttagreinar fyrir karla, konur, unglinga og börn. Af þeim er aðallega fjallað um tvær í fjölmiðlum og þá einkum karlaflokka. Jafnrétti? Maður spyr sig.
Getur þú svarað því af hverju þarf sérstaka kvennadeild?
Ég hélt að það vissu allir. Í öllum greinum er keppendum skipt í flokka eftir kyni, aldri og á fullorðinsárum koma þyngdarflokkar til sogunnar. Karlar eru að jafnaði um 20-30% líkamlega sterkari en konur. Vissirðu þetta ekki?
Jú vissi þetta, finnt þér þá ekki eðlilegra að meira sé fjallað um karlaíþróttir en kvenna þar sem þeir eru sterkari eins og þú segir sjálfur? Við erum sammála um að ekki sé mikið jafnrétti í umfjöllun um íþróttagreinar og meira mætti fjalla um kvennaíþróttir.
En staðreyndin er reyndar sú að ef fólk kemur sér á framfæri fær það umfjöllun til að mynda Karen Axelsdóttir sem keppti á Heimsmeistaramótinu í Ironman á Hawai og Annie Mist sem vann Heimsmeistarakeppnina í Crossfit þannig að þetta er undir íþróttafólkinu sjálfu komið hvernig umfjöllunin er. Ég þekki það sjálfur þar sem ég hef aðstoðað nokkra aðila í þremur mismundandi íþróttagreinum í fjölmiðla.
Þetta er nú þokkaleg einföldun hjá þér. Það er ekki undir íþróttafólkinu sjálfu komið hvernig umfjöllunin er, því oft duga góð afrek árum saman ekki til að lenda inni á íþróttasíðum. Ég sé ekki betur viku eftir viku að tínt sé til allt sem íslenskir knattspyrnu/handboltamenn gera erlendis, jafnvel þótt þeir sitji á bekknum leik eftir leik, séu meiddir, komi ekkert við sögu í leikjum liða sinna og þetta á við um úrvalsdeildir, 1. deild, og 2. deild í Evrópulöndum. Að gera ekki neitt, verður jafnvel að frétt.
Mðrg grein íþrótta hefur byrjað með drengja og karlaiðkun. Hefð hefur skapast fyrir umfjöllun, og eins hafa peningar æ meiri áhrif innan ákveðinna greina (knattspyrna karla, handknattleikur karla, NBA, Formula 1..), en hafa, því miður alls staðar einhver áhrif. Eigendur fjármagnsins vilja gjarnan að hlutirnir haldist óbreyttir, það auðveldar þeim vinnuna, en aðilar fámennari greina vilja meiri umfjöllun.
Að horfa á góðan íþróttamann keppa í grein sinn er oftast gaman, algjörlega án tillit til kyns, aldurs eða þyngdar. Vona að þér endist orka sem lengst til að benda á það sem þér finnst að betur megi fara.
Já örugglega bara einföldun hjá mér en að sjálfsögðu ekki hjá þér. Ég sagði aldrei að afrekin ein og sér séu nóg heldur þarf meira til að koma sér á framfæri og hefur Karen Axels t.d. skrifað pistla um undirbúninginn sinn á mbl.is og mbl.is fjallaði síðan um hennar keppnir í fréttum. Annie Mist var með fólk með sér sem tók upp myndbönd sem síðar voru birt. Ég hef tekið upp myndbönd og fengið birt í sjónvarpi af Ralli og Hjólreiðum.
Þú setur þetta upp sem“ jafnrétti kynjanna“ en þegar betur er að gáð hafa tvær íþróttakonur fengið fína umfjöllun um sín afrek og þær eru fleirri, flestar úr röðum frjálsíþrótta og sundi. Spurningin er síðan bara sú hvort þú ættir að berjast fyrir jafnri umföllun kynjanna eða jafnri umfjöllun íþróttagreina. Þar sem þú segir það sjálfur að karlar séu 20-30% sterkari er ég hissa á að þú sért að berjast fyrir jafnri umfjöllun kynjanna. Ég er reyndar á því að karlar og konur geti fengið jafna umfjöllun og t.d. hefur Karen Axels, Annie Mist og margar frjálsíþróttakonur og jú Tenniskonur sýnt fram á það.
Að lokum er ég ekkert hissa á því að ekki sé fjallað eins mikið um kvennaboltan því boltaíþróttir eru leiðinlegar hvort sem það er karla eða kvenna og ef kvennaboltinn er kannski 20-30% síðri þá hlýtur hann að vera bara frekar lélegur
Tvær konur. Hvað eru karlarnir margir? Ég fer fram á jafnræði í umfjöllun um íþróttir fyrst og fremst. Það er síðan óþarfi að hampa körlum á kostnað kvenna ef er ekki innistæða fyrir því.
Tvær konur…..
Í fyrsta lagi færðu aldrei jafnræði í umfjöllun um íþróttir með því að rífast við mig auk þess sem þú þykist ekki sjá það sem ég skrifa en ég tala um fleiri en 2 konur þó ég nafngreini 2. Þú veist það vel að þær eru fleiri. Ég nafngreindi þessar konur einfaldlega því þær fá meiri umfjöllun er karlar í sömu íþróttagreinum.
Jú, fyrirgefðu. Ég veit að þetta eru bara skylmingar. En ég hef tjáð mig um þetta í bráðum tíu ár og þreytist seint á.