Hlauptu, Forest

Þetta er aulahúmor.

Uppruninn er auðvitað í kvikmyndinni um geðþekka einfeldninginn, Forrest Gump, sem margir tengja við konfektkassa og vitna í molaspeki hans, sem hélt ekki vatni, líkt og margt í kvikmyndinni. Sá sem vill vita hvaða mola hann fær, á ekki að kaupa konfekt í umbúðum, til að geta horft á úrvalið og sóst eftir því sem hugurinn girnist. Hver er sinnar gæfu smiður.

Forrest Gump tók nefnilega upp á því að hlaupa stranda á milli í Bandaríkjunum og virðist hafa verið nokkur ár á því ferðalagi, ef miðað er við skeggvöxt hans. Um leið er áhorfendum talin trú um að hann hafi fundið upp skokkið. Fylgjendum hans fjölgaði og í síðasta hlaupaatriði myndarinnar sést Forrest einhvers staðar á berangri og í hæfilegri fjarlægð eru hundruð manna, sem góna á leiðtoga sinn í kyrrstöðu í fyrsta sinn í langan tíma. Ekki er hirt um að segja áhorfendum hvernig Forrest varð sér úti um mat og drykk, föt til skiptanna,  þvottaaðstöðu og annað sem þykir nauðsynlegt til að lykta ekki eins og kæst skata. Í svitanum er ammóníak og sá sem hefur gleymt íþróttatöskunni í bílnum í nokkra daga, þarf gasgrímu fyrir vitin til að geta tínt upp úr henni í þvottavélina. Þetta skiptir kannski ekki máli, enda á raunsætt fólk ekki að horfa á Hollívúddmyndir.

Ég man varla hvað gerðist þegar Forrest hætti að hlaupa. Ekki er vitað hvort langferðabílar komu og sóttu taglhnýtinga hans í eyðimörkina, sem voru sennilega frávita af hungri og þorsta, nema þeir hafi haft álíka úthald og Jesús forðum daga. Og hundrað sveittir hlauparar í langferðabíl í nokkra klukkutíma eru ekki gott kvikmyndaefni nema Odorama sé í boði.

 

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s