Húsdýr og söngvarar

Ég þekki fólk sem finnst sér ekki samboðið að horfa á Útsvarið, talar um smáborgara og Rimahverfið meðan rignir upp í nefið á því. Enda er óþarfi að eyðileggja gott föstudagskvöld þegar í boði er að lesa Ulysses eða ritgerð eftir Sigurð Nordal. Við sem búum við Sædýrasafnið erum nógu mikið úthverfapakk til að þykja þetta góð skemmtun. Eftir lélega frammistöðu mína í leikatriði þáttarins á sínum tíma, hef ég núna mestan áhuga á því, aðallega vegna þematískrar stefnu sem mótuð var í haust. Þar er hægt að drepa stemmninguna eða rífa hana upp, eftir því hvað þemað er vel heppnað. Sumt er auðleikið og auðþekkt. Annað ekki. Fyrir viku átti að leika húsdýr. Þá var gaman.

Jafnvel leikskólabörn geta leikið húsdýr þannig að allir þekkja og það vafðist ekki fyrir Útsvarskeppendum. Liðin fengu fullt hús stiga og allir voru kátir. Núna tókst spurningahöfundi að finna nöfn 20 íslenskra söngvara sem átti að vera hægt að sýna með látbragði. Íslenskir söngvarar eru einkennalitlir og þegar búið var að leika Bubba, Megas, Björk, Egil Ólafsson og Kristján Jóhannsson stóðu keppendur ráðþrota og veifuðu höndunum.

En þar sem þetta er útsláttarkeppni og spurningar eiga að þyngjast þegar dregur nær úrslitum, er einboðið að leggja til hugmyndir að leikþemum. Þessi myndu reyna ákaflega á keppendur og áhorfendur og jaðra við 111. meðferðina:

Steintegundir. Frumefni. Götur í Reykjavík (hentar vel fyrir landsbyggðarliðin). Þéttbýlisstaðir. Fjöll. Ávextir. Grænmeti. Glímubrögð (býður upp á mestu tilþrifin). Teiknimyndasöguhetjur. Þorramatur.

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Húsdýr og söngvarar

  1. Fljótsdalshérað stóð sig reyndar flott í söngvurunum enda Stefán Bogi góður leikari og hugmyndaríkur.

    Og já ég horfi á Útsvar og skemmti mér gríðarvel, sérstaklega þegar þættirnir eru svona spennandi eins og í gær. Bý þó í miðbæ Reykjavíkur. :þ

  2. Ég tók mér pásu frá Útsvari í vetur, en hef horft núna í tvö síðustu skipti eða þar um bil. Enda búin með Ulysses og finnst Sigurður Nordal leiðinda þjóðernissinni og fýlupúki (djók!) Götur í Reykjavík var einmitt þemað um daginn, eða var mig að dreyma það? Það komu alla vega Hringbraut og Öldugata (eða Bárugata?) … man ekki meir.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.