Lagið sem „þjóðin“ valdi ekki

Stormurinn í tebolla dagsins fjallar um sigurlagið í söngvakeppni RÚV. Flestar fyrirsagnir eru á þá leið að lagið sem þjóðin valdi, hafi ekki sigrað. „Þjóðin valdi lag en dómnefnd valdi annað“.  Leiðinlegt að þjóðin fái ekki að hafa sitt að segja“. “ „Til hamingju „sigurvegarar“. Það sem þessir fyrirsagnasmiðir eiga sameiginlegt er skortur á reikningskunnáttu. Tölurnar ljúga varla.

80.000 atkvæði tæplega bárust í keppnina. Stattu upp fyrir sjálfum þér fékk 19.366 atkvæði, Mundu eftir mér fékk 18.649. Hugarró fékk svo 16.643 atkvæði. Dómnefndin setti Mundu eftir mér í fyrsta sæti, Hugarró í annað og Stattu upp í það þriðja. Þeir kusu sem tímdu að borga 119 krónur fyrir hvert atkvæði. Samlíking við almennar kosningar er því út í hött.

Sjónvarpsáhorfendur hafa langa reynslu af því að sjá í gegnum atkvæðatölur í söngvakeppnum. Þótt kynnirinn í Amerísku Stjörnuleitinni láti mann halda að 80 milljónir landsmanna séu á bak við 80 milljónir atkvæða er raunin önnur. Ókeypis atkvæði þýða að fólk kýs eins oft og það getur á þessum tveimur tímum. Menn guma af því á netsíðum að hafa náð 200 atkvæðum á uppáhaldssöngvarann sinn. Tölvunerðir búa til innhringiforrit. Og nú er kosið á Fésbók og Tvitter. Þess vegna er ekki innistæða fyrir því að horfa einbeittur í myndavélina og segja: „Þjóðin kaus.“

Hér á bæ v0ru börn við skjá og fengu að hringja og kjósa. Á okkar heimasíma verða skráð 4 atkvæði. Ég get ímyndað mér að vinir og ættingjar keppenda hafi verið öllu örlátari á sín símaatkvæði. Ég ætla því að giska á að þessi 80 þúsund atkvæði séu frá um 10 þúsund manns. Síðast þegar ég gáði voru Íslendingar nálægt 320 þúsundum. Valdi Þjóðin þetta lag? Eða hitt lagið? Ég held ekki.

Auðvitað er hægt að búa til skítalykt í kringum þetta allt sem endist fram eftir vikunni. Vissulega er fúlt að eyða peningum í atkvæði sem dómnefnd hefur að engu. En það er óþarfi að fyllast heilagri reiði og fullyrða að vilji þjóðarinnar hafi verið hunsaður. Miklu nær er að þeir sem láta plata sig til þess ár eftir ár að borga fyrir atkvæði, beini reiðinni inn á við og leiti til lýtalæknis vegna sívaxandi asnaeyrna.

Auglýsingar

7 athugasemdir við “Lagið sem „þjóðin“ valdi ekki

 1. Þetta er eins og allt annað í þessu þjóðfélagi að fólkið fær að ráða í þykjustuni, bara í þykjustuni og ekkert meir. Það eru skilaboðin frá yfirboðurum (stjórnendum) þessa lands.

 2. Eftir langt viðtal við Júróvisjónfræðinginn Jónatan Garðarsson er mér þetta í huga:

  Þrátt fyrir mikið áhorf á keppnina og áhuga á henni í fjölmiðlum og utan, er ekki hægt að kalla þátttökuna í atkvæðagreiðslunni mikla, þar sem alþýða manna kýs ekki og þykir atkvæðið sennilega of dýrt, þ.e.119 krónur. Aðstandendur flytjenda, vinir og aðdáendur kjósa í ríkasta mælinum. Þegar þar við bætist að dómnefndin getur hunsað niðurstöður kjósenda, er engin hvati eftir til að kjósa. Þótt sumir segi að fólk sé fífl, held ég að enginn sé svo vitlaus að kasta hundraðköllunum í hita leiksins á glæ.

  Calls are free from landlines. Þetta segir Ryan Seacrest, kynnir American Idol, mörgum sinnum í hverjum þætti. Það kostar ekkert að hringja úr fastlínusíma. Atkvæði á Facebook og Twitter kosta heldur ekkert. Þá eru eftir SMS, sem kosta einhvern smápening.

 3. Segjum að það sé satt að fólk kjósi ættingja og vini sína. Gréta átti tvö lög, annað vann.Blár Ópall, sem „þjóðin kaus“ átti eitt lag. Af þessu hlýtur að leiða, að atkvæði ættingja og vina hljóta að hafa dreifst á tvö lög hjá Grétu (þó að vísu séu fleiri í þeirra atriði) í stað fyrir eitt hjá Bláum Ópal. Auk þess eru ótalin atkvæði þeirra sem í dómnefnd voru ef þeir hefðu kosið í almennri atkvæðagreiðslu, ef viði gefum okkur að meðlimir hennar hafi ekki gert það. Í þriðja og síðasta lagi þarf að benda á að munurinn er ef til vill ekki tölfræðilega marktækur (þó að reglurnar séu þannig að marktekt þurfi ekki að vera til staðar).

  Með þessi þrjú atriði í huga mætti styðja að lagið sem vann, vann.

 4. Geng ég hérna göngin inn
  rek ég mig í kvörnina
  Ég er eins og jólatré
  ég er í dómnefndinni

 5. Það er gott að þjóðin fær ekki að velja 100% sjálf. Sjáið bara hvað gerðist með Silviu Night. Dómnefndin er með meiri kunnáttu á tónlist en restin af landsmönnum og þetta er réttlát ákvörðun því eins of með lyf þá gefur dómnefndin okkur það sem við þurfum en ekki það sem við viljum.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s