Tímamótayfirlýsing FSÍ

Undanfarin 5 ár hefur óánægja íþróttamanna með fyrirkomulag á kjöri Íþróttamanns ársins farið vaxandi og komið fram með ýmsum hætti. Áberandi var til dæmis á síðustu viðurkenningahátíð hve fáir voru í salnum þegar „stóra stundin“ rann upp, eins og samtök íþróttafréttamanna segja, því margir sýndu óánægju sína með því að fara að loknum fyrri hlutanum. Mánuði fyrir kjörið höfðu nokkrir tekið eftir áberandi umfjöllun um þann sem var síðan kjörinn íþróttamaður ársins og ekki legið á þeirri skoðun hver yrði fyrir valinu. Ég var þar á meðal og var því ekki hissa, heldur þótti mér grátbroslegt hve auðvelt var að spá í þetta sinn. Þetta er ekki sagt Heiðar Helgusyni til óvirðingar því hann er góður íþróttamaður en þar sem margir voru honum fremri í afrekum á liðnu ári, átti hann ekki að hampa eldhúskollinum.

Nú hefur Fimleikasamband Íslands ályktað um þetta mál. Þetta eru tímamót. Í fyrsta sinn hefur sérsamband tekið undir óánægju íþróttamanna og stórs hluta almennings. Í ályktuninni segir m.a.

„Almenningur telur með réttu að ÍSÍ hafi beina aðkomu að kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins hverju sinni þar sem bæði merki ÍSÍ og styrktaraðila þess hafa verið mjög áberandi á hátíðinni sem viðurkenningin hefur verið veitt.

Um er að ræða mjög þröngan hóp einstaklinga sem við núverandi aðstæður kemur að vali á íþróttamanni ársins og er það gert í umboði fyrirtækja sem þeir starfa hjá.  Nú er svo komið að ein fyrirtækjasamstæða heldur á nærri helmingi atkvæða í framangreindu kjöri. 

Sérsambönd innan raða ÍSÍ kjósa almennt íþróttamann og íþróttakonu sem skarað hafa framúr á umliðnu ári hverju sinni.  Það gerir ÍSÍ hins vegar ekki sjálft.  Með nútíma tækni á ÍSÍ að vera leikur einn að endurskoða aðkomu sína að kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins og kjósa sjálf sinn eigin íþróttamann og íþróttakonu ársins hverju sinni, sem getur grundvallast á því vali sem farið hefur fram innan sérsambanda hverju sinni.

Sem fjölmennustu félagasamtök landsins á ÍSÍ ekki að framselja umrætt val á íþróttamanni ársins til mjög þröngs hóps einstaklinga heldur setja upp fyrirkomulag með aðstoð nútímatækni þar sem jafnvel allir félagsmenn innan raða ÍSÍ geta komið að vali á íþróttamanni og íþróttakonu ársins, grundvallað á lýðræðislegum vinnubrögðum en ekki sjónarmiðum þröngs hóps einstaklinga sem kjósa í umboði þeirra fyrirtækja sem þeir starfa hjá.“ (feitletrun mín)

Ég hef tjáð mig um þetta undanfarin ár á bloggi mínu, hér og hér og er þá fátt eitt talið eins og einföld gúglleit getur sýnt. Ég veit hug þeirra íþróttamanna og áhugafólks sem ég hef rætt við, sem og viðhorf fulltrúa ýmissa sérsambanda sem hrista bara höfuðið yfir þessu og telja fátt vera hægt að gera. Þessi yfirlýsing markar ákveðin tímamót. Ég vænti þess að fleiri fylgi.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Tímamótayfirlýsing FSÍ

  1. Bakvísun: Uppgjör « Málbeinið

  2. Bakvísun: Afrek eða vinsældir? | Málbeinið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s