Auðvitað má berja konur….

Á morgunflakki mínu um netið rakst ég á þessa síðu. Þetta er síða fyrir ofurkristið og biblíusinnað fólk sem  veifar ritningargreinum til stuðnings máli sínu. Þar hafa menn á hreinu að konur eiga að þegja í samkunduhúsum og almennt vera mönnum sínum undirgefnar og leiðitamar, því konan var sköpuð af manninum og fyrir manninn. Þar segir:

‎“Allir eiginmenn þurfa stundum að axla þá ábyrgð að segja konu sinni kurteislega að þegja og halda sig á mottunni.

Konur eru hvatvísar og skapmiklar og bregðast því ekki alltaf við blíðmælum og stundum þarf því að löðrunga þær leiftursnöggt. Yfirleitt nær þetta athygli þeirra og kemur skikkan á.“

Þetta fannst mér staðfesta að um grín væri að ræða og fletti nokkrum færslum á síðunni, las stöku gullmola fyrir köttinn og hló með honum, því þögull gleðihlátur kattarins er engu líkur. Mál sínu til stuðnings vísar pistilshöfundur í sjálfan James Bond, nánar tiltekið Sör Sean Connery, sem löngum hefur þótt löðrandi í kynþokka. Í viðtali við Barböru Walters ræðir hann um húsaga:

Auglýsingar

20 athugasemdir við “Auðvitað má berja konur….

 1. Held það verði fáir til að kommenta hjá þér Gísli, hræðsla okkar við afleiðingar af politically incorrect hegningu:) Með hliðsjón af viðtali við Connery þá er fyrirsögn þín efsta stigs – „berja“. Ég held að algengast sé, en alls ekki algengt samt, að KONUR OG KARLAR stundi miðstigs – kinnhesta. Er gáfulegt að beita löðrungi til að stöðva trylling, hysteríu, tjá reiði? Látum gáfupælinguna liggja milli hluta – geta afleiðingarnarnar í einhverjum tilfellum réttlætt gjörninginn og fordæmingu ef vill? Um það þarf umræðan að snúast. Spyrill Connerys, Barbara, bendir á að þau hjónin búi enn saman eftir rúmlega 30 ára hjónaband. Ef við gefum okkur að kinnhestar fljúgi þar án skilnaðar, en kinnhestar annars staðar valdi skilnaði, þurfum við þá ekki að setjast niður og meta hversu djúpt við tökum breyskleika maka inn á okkur, hvort ástæða sé til að endurskoða matið á stundum og fækka skilnuðum (tíðastir á Íslandi af öllum stöðum að sagt er). Og þá ræðum við ekki um tilflelli með líkamleg meiðsli heldur sálræn. Ekki virðist mikill munur á tíðini heimilisofbeldis af hálfu kynjanna sbr. fjölda rannsókna svo við getum ýtt til hliðar umræðu um hvort kynið er verra:)

 2. Þetta er mjög í stíl við 1001 nótt. Þar er mælt með því að berja óþekkt úr konum. Reyndar er kvenfyrirlitningin svo mikil í þeirri bók að hún nær að skyggja á rasismann. Frábær bók engu að síður.

 3. Bíddu nú við Gísli… Þú finnur skrif sem fjalla um að réttast sé að löðrunga konur séu þær ekki stilltar. Þetta ákveður þú að hljóti að vera grín og hlærð dátt. Er semsagt allt í lagi núna, að hlæja að bröndurum um ofbeldi? Er heimilisofbeldi fyndið? Ekki að mér finnist það vera í mínum verkahring að ákveða það fyrir annað fólk hvað sé fyndið og hvað ekki, hvað megi grínast með og hvað ekki, en ég þykist hinsvegar hafa séð femínista gera það oftar en einu sinni. En þú ert þá væntanlega ekki einn af þeim sem hefur séð eitthvað athugavert við annað „grín“ um ofbeldi við konur, eða hvað?

 4. Eins og þú sérð, Bárður, ef þú lest færsluna (alltaf gott að gera áður en athugasemd er skrifuð) fjallar hún um síðuna Christwire.org, sem er háðsádeila á bókstafstrúarfólk og öfgamenn á öllum sviðum. Þessi tilvitnun í Sean Connery er á síðunni í viðkomandi pistli sem vitnað er í og hvergi sérðu mig mæla þessum fáránlegu ummælum bót. Þau eru honum til skammar.
  Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt, þetta veistu væntanlega, og ættir ekki að seilast svona langt til að finna gagnrýniatriði. Lesskilningur er líka góður hæfileiki sem allir ættu að tileinka sér.

 5. Í færslunni segir þú að þetta sé síða „fyrir“ trúarnöttara en ekki fyrir þá sem vilja hæðast að þeim. En allt í lagi, þetta er háðsádeila og húmor í henni sem slíkri. Kannski er ég farinn að verða nojaður og sé skrattann í hverju horni, ég skal taka það til greina. Það mættu reyndar fleiri gera það en ég. En mér finnst hisvegar full þörf á því að reglurnar í umræðunni verði skýrðar, því það virðist ríkja alger hentistefna um það hvað sé ásættanlegt og hvað ekki í umræðum við femínista. Það er frústrerandi fyrir fólk sem hefur áhuga á jafnréttismálum en er ósammála sumum málflutningi og aðgerðum femínista. Er einhver möguleiki á því að þú getir séð tekið það til greina og velt því fyrir þér hvort það sé eitthvað til í því hjá mér?

 6. Reglurnar í umræðunni eru álíka einfaldar og manifestó femínista. Ég skil hvað þú átt við en fyrir mér er þetta sáraeinfalt. Ég hef aldrei nennt að flækja málin. Femínistar eru þar fyrir utan ekki órofa fylking sem hægt er að leggja sömu mælistiku á.

 7. En ef maður er nú ósammála því að manifestó femínista sé fullnægjandi leiðarvísir? Hvers á maður þá að gjalda? Að maður sé að gera „eitthvað“ til að laga kynjamisrétti er hreint engin réttlæting á sumu því sem femínistar hafa leyft sér undanfarið. Þannig að fyrir mér er þetta ekki sáraeinfalt. Ef þú getur hinsvegar einfaldað málið fyrir mér með því að annaðhvort viðurkenna að þetta „eitthvað“ þurfi að endurskoða, eða hreinlega koma hreint til dyranna og viðurkenna að þér finnist einfaldlega tilgangurinn helga meðalið, þá skal ég bregðast við því á viðeigandi hátt; þ.e. með því að annaðhvort taka þátt í endurskoðuninni með ykkur, eða hreinlega gefast upp á því að reyna að tala við ykkur eins og viti borið fólk. En verði seinni kosturinn niðurstaðan máttu líka vita að þið hafið glatað samúð manns sem gjarnan vildi leggja hugsjóninni um jafnrétti lið. Fyrirgefðu ef það er vælukjóatónn í þessu hjá mér, en þegar manni er misboðið gróflega nógu oft reynir það á þolinmæðina. Ég hugsa að femínistar viti alveg hvernig sú tilfinning er.

  • Manifestó ekki fullnægjandi, segirðu? Hvað finnst þér að því? Ég verð alltaf fylgjandi því að skoða hliðar mála og í þeim efnum er ekkert heilagt. Ég vil gjarna heyra hvað þér finnst. Ég hef heyrt það á fleira fólki að það geti ekki tekið alfarið undir manifestóið en hef enn ekki heyrt hvað því finnst að því.
   Hugsjónin um jafnrétti er vonandi alltaf það sem sameinar okkur. : )

 8. „Taki þeir til sín sem eiga“ væri kannski ágæt viðbót á ummælunum mínum hér áðan. Þú, Gísli, þarft auðvitað ekki að svara fyrir alla hreyfinguna og ég ætti ekki að gera þá kröfu til þín heldur.

 9. Það er ekki það að ég sé ósammála manífestóinu Gísli. Vandamálið er að mér finnst það ekki vera réttlæting á bolabrögðum. Vandamálið er að „eitthvað“ er loðinn og óskýr leiðarvísir og býður upp á nánast hvað sem er, þ.á.m. bolabrögð. Sé viljinn fyrir hendi mætti t.d. jafnvel klippa eitthvað út af því sem þú hefur skrifað hér og stimpla sem hatursorðræðu, samkvæmt þeirri hentistefnu sem viðhöfð er þegar ummæli annarra eru skoðuð. Aðferðarfræðin er semsagt það sem ég geri athugasemdir við en ekki jafnréttishugsjónin sjálf. Ef þér finnst þú í alvörunni geta stutt hvaða aðgerðir sem er finnist þér manífestóið og meginmarkmiðin sem í því birtast bara nógu huggulegt ertu á svo alvarlegum villigötum að það er til nafn yfir það, sem lýsir sjúklegri óbilgirni: nefnilega nafnið „öfgamaður“. Það er þetta sem átt er við þegar talað er um „öfgafemínisma“, en ekki að jafnrétti sem slíkt sé öfgafull hugsjón. Ég get ekki tekið þátt í svoleiðis starfsemi og mér finnst ömurlegt að sjá annað fólk gera það eða leggja blessun sína yfir. Þetta verður þú og hreyfingin öll einfaldlega að taka til skoðunar ef fólk eins og ég á að geta tekið þátt í baráttu ykkar.

  • Bolabrögð og hatursorðræða…… Hmm…. Eins og ég hef nefnt áður eru femístar ekki órofa heild og innan þeirra raða þrífast margs konar viðhorf. Þegar ég segi „eitthvað“ gerir maður ráð fyrir að undir það falli allt sem er skynsamlegt, siðferðilega réttlætanlegt, rökrétt, í stuttu máli allt það sem venjulegt fólk gerir málstað sínum til framdráttar. Það á að segja sig sjálft að enginn styður hvað sem er. Það gengur ekki hjá stjórnmálaflokkum, áhugasamtökum og hagsmunafélögum sem hafa málstað. Femínistar eru engin undantekning. Skynsemin ræður. Ég vona það í það minnsta.
   Ég held að ég verði seint talinn öfgamaður í þessum efnum, enda er mín hugsjón einfaldlega jafnrétti frelsi og bræðra/systralag. Þetta verður ekki flókið nema fólk leggi sig fram við það.

 10. Gísli, ef þú heldur að hugsjónin þín sé það sem skilgreinir hversu öfgafullur þú kannt að vera, þá ertu einfaldlega ekki að fatta pointið. Ef þér finnst allt sem gert hefur verið í nafni femínismans að undanförnu „skynsamlegt, siðferðilega réttlætanlegt, rökrétt, í stuttu máli allt það sem venjulegt fólk gerir málstað sínum til framdráttar“, þá ertu að leggja blessun þína yfir það að fólk sem ekkert hefur sér til saka unnið annað en að vera ósammála femínistum sé atað drullu og gerðar upp hvatir sem öllu heiðarlegu fólki finnst svívirðilegar. Það er einfaldlega siðferðilega rangt að gera svoleiðis, sama hvaða hugsjón maður trúir á. Og ef þær skipulögðu einingar femínista sem gefa út sameiginlegar yfirlýsingar og ályktanir taka þátt í slíku eða leggja blessun sína yfir slíkt, þá er „öfgasamtök“ réttnefni á hreyfingunni. Viltu virkilega vera með í slíkri hreyfingu?

  • Nú skulum við aðeins anda með nefinu. Er ekki kominn tími til að þú skýrir nákvæmlega hvað þú átt við en hefur ekki nefnt til þessa?
   „þá ertu að leggja blessun þína yfir það að fólk sem ekkert hefur sér til saka unnið annað en að vera ósammála femínistum sé atað drullu og gerðar upp hvatir sem öllu heiðarlegu fólki finnst svívirðilegar. “
   Ég tilheyri hópi sem hefur áhuga á að vinna að jafnrétti. Það er ákaflega óformlegur og óskipulagður hópur áhugafólks úr öllum áttum. Ég tilheyri engri fjöldahreyfingu eða öfgasamtökum. Og þessi orðaskipti eru til einskis nema þú talir skýrt og komir með dæmi um þessa meintu öfga.

 11. Heimir Már Pétursson, Davíð Þór Jónsson, Jakob Bjarnar og Theódór Gunnarsson hafa allir orðið fyrir slíkum árásum. Er þér ekki kunnugt um hvernig femínistar hafa leyft sér að afgreiða þá opinberlega?

  • Ég veit hvað Hildur Lilliendahl kallaði Heimi Má. Ég man eftir orðaskiptum Sóleyjar Tómasdóttur við Davíð Þór. Jakob Bjarnar hefur hingað til ekki legið á skoðunum sínum á netinu og nær allir sem ég hef séð ræða við hann á þeim vettvangi hafa verið álíka málefnalegir og hann. Ég þekki ekki dæmi Theódórs. Í hinum tilvikum er um að ræða skoðanaskipti og eins og gengur og gerist, hitnar fólki þá í hamsi, eins og um önnur málefni. Ég hef hins vegar ekki séð öfgastimpilinn dreginn fram, nema þegar femínistar eiga í hlut.
   Þetta eru allt einstaklingar. Ekki heildin. Ef þú átt við ummæli þau sem Hildur Lilliendahl birti, eru þau öll tekin af opnum veggjum og um þau gilda almenn ákvæði höfundarlaga. Hingað til hefur það varla talist til öfga að hafa ummæli eftir fólki.
   Ég hvet þig eindregið til að horfa á heildina. Ekki einstaklinga, sem hafa ákveðnar skoðanir. Það er ekki gefið að allir taki undir þær.

 12. Svívirðan í því að hafa Jakob og Theódór með í þessu albúmi hennar Hildar er ekki fólgin í því að endurbirta það sem þeir sögðu, heldur í því að flokka þá með mönnum eins og Jóni „Stóra“ og öðrum froðufellandi sorakjöftum. Að láta eins og það sé enginn eðlismunur á nöldrinu hans Jakobs um kynjakvóta og því að kenna 16 ára stelpu um að hafa orðið fyrir hópnauðgun og klína svo stimplinum „kvenhatur“ á allt saman er svo ævintýralega galið að það nær engri átt. Og það er ekki bara heimskulegt, heldur er þetta beinlínis lúalegt óþverrabragð. Ég get líka útskýrt fyrir þér í hverju svívirðan er fólgin í dæmum hinna þriggja, en þar er um að ræða beisikklí sama bragð. Þetta er dæmi um öfgar sem mér sýnist femínistahreyfingin, nánast eins og hún leggur sig, hafa fagnað. Það er ekki hægt að réttlæta þetta siðferðislega með tilvísun í almenn ákvæði höfundarlaga.

  • Femínistahreyfingin eins og hún leggur sig… Enn og aftur vara ég við því að setja alla undir sama hatt. Þetta eru ekki skipulögð samtök. En látum það liggja á milli hluta.
   Svívirðan er sem sagt fólgin í því að hafa öll þessi opinberu ummæli saman í flokki. Gott og vel. Mér finnst þú leggja einum of mikið í túlkunina á þeim gjörningi. Ef þetta er það eina sem okkur greinir á um, þá stendur ekki mikið út af. Ef það nægir til að taka ummæli þessara manna út fyrir mengið, Þetta er eitt afmarkað dæmi. Dæmum ekki skóginn af einu laufblaði.

 13. Gísli, ef þú ert til í að fordæma þennan gjörning hér og nú, þá skal ég taka þig út fyrir mengið þegar ég tala um femínistahreyfinguna. En ef það eina sem okkur greinir á um er hvort svona lagað sé ásættanlegt, þá er ágreiningurinn fólginn í algjöru grundvallarprinsippi og þá stendur ansi mikið út af. Svona aðferðir má maður ekki nota, punktur. Og ef þú vilt velta því fyrir þér hvernig hlutir eru túlkaðir, þá er dæmi Theódórs gott dæmi um hentistefnu Hildar og klappliðs hennar í þeim efnum.

 14. Gísli minn!

  Þessi veggur Hildar, sem þið keppist við að lofa, er aðfinnsluverður að mörgu leyti og í grunninn kolklikkaður, en þið femínistar viljið að vanda halda ykkur við það að tilgangurinn helgi meðalið. Þannig getur það bara ekki gengið. Og með þvermóðsku ykkar og kjánalegu hópefli eruð þið að gera málstaðnum ógagn. Ég furða mig á því að viti bornir menn skuli reyna að verja þessa vitleysu.

  Þetta hefur ekkert með það að gera að eitthvað sé að því að í menn sé vitnað. En þegar það er gert með þeim hætti að ekki er bara tekið úr samhengi heldur sett fram beinlínis til að ala á ranghugmyndum er það aðferðarfræði sem ekki er undir neinum kringumstæðum hægt að kvitta undir. Ef einhver segir að öfgafemínistar séu forpokaðir vitleysingar þýðir það engan veginn að sá sé haldinn kvenfyrirlitningu og hati konur. Sem sagt, forsendurnar eru stórkostlega aðfinnsluverðar. Þetta ætti að vera augljóst.

  Femínistar krefjast þess nú að niðurstöður stórkoslega gallaðrar rannsóknar séu ræddar fyrst, sem eiga að leiða í ljós landlæga kvenfyrirlitningu,, en velta því svo fyrir sér einhvern tíma seinna hvort rannsóknin sjálf og aðferðarfræðin haldi vatni. Hvernig dettur þér í hug að það geri hinum meinta málstað gagn?

  Af hverju er ykkur svona í mikið í mun að verja hvaða vitleysu sem er þá er kemur úr þessum ranni? Þetta er að verða átakanlegt — einskonar blaut tuska framan í heilbrigða skynsemi. Ég hef sagt það áður og segi það enn; ekki er nokkur leið önnur en ætla að barátta femínista sé komin í slíkar ógöngur að hún sé drifin fyrst og síðast af særðu stolti (þvermóðsku) og svo talsvert miklum hagsmunum — þetta er orðinn atvinnuvegur að stússast í þessu rugli.

  Kveðja,
  Jakob

  • Kæri Jakob.
   Mér dettur ekki í hug að verja hvaða vitleysu sem er og finnst stundum eins og umræðan um albúmið hennar Hildar sé komin langt frá kjarnanum, sem er birtingarform kvenfyrirlitningar á netinu. Dæmi um það er hér fyrir ofan þar sem aðalaðfinnslan er heitið á albúminu en ekki innihaldið. Mér finnst of mikið gert úr þessum gjörningi miðað við viðbrögðin. Þetta safn er ekki einsleitt eins og þú veist sjálfur og femínistar (ef hægt er að tala um þá sem órofa heild líkt og Spartverjana) eru ekki á einu máli um það frekar en annað.
   Ég er viss um að þú ert jafnréttissinni og femínisti eins og aðrir skynsamir menn og þótt menn greini á um baráttuaðferðir og þess háttar, má ljá málstaðnum lið. Þetta verður seint atvinnuvegur eins og þú segir, þetta er ósköp venjuleg hugsjón og menn eiga að búa yfir þroska til að vera sammála eða ósammála og halda síðan áfram að lifa á neti og utan þess. Ég sakna þess að sjá þig ekki á FB, ef út í það er farið.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.