Forsetaval

Ég er skráður í einhvern hóp á fésbókinni sem hamast núna við að ræða mögulega forsetaframbjóðendur. Til greina ku koma tæplega hundrað. Eftir lauslegan lestur á hundruðum athugasemda og skoðana sem þarna koma fram, er niðurstaðan sú að fólk er þokkalega sammála um að fá annan en Ólaf í embættið. Það má kalla gott hjá 2000 manns að vera sammála um eitt meginatriði. Hitt virðist öllu flóknara að sameinast um einn. Þar gætir margra viðhorfa.

Við viljum náttúruverndarsinna í embættið: Þetta eru væntanlega aðdáendur Vigdísar Finnbogadóttur sem gróðursetti fleiri tré á ferðum sínum en talnaglöggir menn muna og talað vel um náttúru landsins, fegurð þess og flottheit, svo menn komust við á hátíðastundum. Aðeins hjá skógræktarfélögum er gerð álíka krafa um áhuga á trjám.

Við viljum einhvern sem hefur ekki verið í pólitísku starfi: Þetta eru þeir sem vilja ekki forseta sem hefur skoðanir á öllu mögulegu í samfélaginu og gæti neitað að samþykkja lög. Forsetinn á heldur ekki að hafa skoðanir á neinu sérstöku. Nema kannski því hvað landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar.

Við viljum einhvern sem kemur vel fyrir og kann tungumál: Þetta eru þeir sem vilja helst hafa góðan gestgjafa á Bessastöðum sem heldur penar og látlausar veislur og getur haldið uppi samræðum við erlenda gesti og þjóðhöfðingja.

Við viljum forseta sem er vel máli farinn, víðlesinn og með skjáþokka: Þetta eru væntanlega þeir sem vilja fá kjarnmikið og djúpviturt áramótaávarp og horfast í augu við forsetann á meðan. Vant sjónvarpsfólk kemur sterkt inn í þennan flokk.

(Við viljum Ástþór: Ég held að einn hafi verið í hópnum smátíma sem vildi fá Ástþór. Hann er þar ekki lengur. Ekki frekar en Stalín.)

Auðvitað vona ég að einhver þori að bjóða sig fram og ná embættinu úr gíslingunni sem það var hneppt í með nýársávarpi núverandi Bessastaðabónda. Það á að vera hægur vandi að finna einhvern sem uppfyllir ofangreind skilyrði. Ég hef sett niður birkihríslur, hef ekki starfað að pólítík þrátt fyrir flokksaðild mína, kem vel fyrir og kann að heilsa fólki á útlensku og bjóða því kaffi og meððí. Fljótt á litið get ég merkt við allt nema skjáþokkann. Ég þarf sennilega að vinna í honum.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Forsetaval

  1. Verð að vera ósammála þessu með skjáþokkann. Altalað hversu þokkafullur keppandi þú varst í Útsvarinu. Hnarreistur og limaburður til fyrirmyndar.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s