Í Stjörnuleit

Tíunda veturinn í röð sit ég yfir bandarísku Stjörnuleitinni þar sem hver dagur er kenndur við múrmeldýr, fastir liðir eins og venjulega, nema hvað fólk er ekki rakkað eins miskunnarlaust niður og fyrstu sjö árin. Á hverju ári er lýst yfir að hópurinn sé firnasterkur, erfitt að velja, frábærir hæfileikar og guðdómlegir söngvarar og söngkonur, þar sem þeir þykja bestir sem geta rifið sig upp í rjáfur eins og Whitney Hjúston. Þá orgar salurinn og dómararnir standa upp. Bregst ekki.

Og tíunda árið enn eru allir bestir í undanrásunum þar sem þau syngja með sínu nefi og ráða lögunum sínum. Þegar keppnin hefst svo fyrir alvöru eru 12 eftir og þá hefst ströng mótun. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar er þetta ekki söngvarakeppni, heldur er keppt í sviðsframkomu, (dansa, veifa til áhorfenda og æða út í sal), persónuleika (horfa í sjáinn og brosa Kolgeitlega) og frumleika (hversu mikið þau geta snúið upp á lögin og gert þau að sínum eins og það heitir). Og þau þurfa að geta dansað með öðrum, halda takti, skipta hratt um föt og nú hefur þekktur fatasali, Tommy Hilfiger verið ráðinn til að velja utan á þau garmana. Smám saman verða allir eins, steyptir í steingelt formið og þrátt fyrir aðkomu mína að þáttunum man ég ekki eftir neinum sigurvegara, heldur eru þeir minnisstæðir sem voru frumlegir og sérstakir, báru af en náðu ekki kjöri, því þeir fóru ekki nógu hátt upp eins og Selín Díon eða Barrí Gibb.

Þrátt fyrir yfirlýsingar um gífurlega hæfileika hópsins, ber ekki lengur á þeim. Ein í hópnum getur sungið eins og Whitney heitin. Hún verður látin sigra.

Meðfylgjandi mynd er af uppáhaldsdómaranum mínum. Þetta er ekki Jennifer Lopez.

5 athugasemdir við “Í Stjörnuleit

  1. Ég byrjaði að lesa að hugsaði: jeminn, ekki hefði ég haldið að Gísli hefði áhuga á þessu! Svo fattaði ég að þú ert að vinna við þetta. Mikið er ég fegin að þurfa ekki að horfa á þetta.

  2. Í þessu samhengi má rifja upp pínlegasta þáttinn í Íslensku stjörnuleitinni þar sem þemað var lög sem Stefán Hilmarsson hefur sungið. Við þau réði enginn og því varð útkoman neyðarlega léleg. Kanarnir drepa keppnina með álíka vondum þemum. Næst er Billy Joel þema og svo þurfa greyin að taka diskóþema og Michael Jackson,

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.