Jesús í Skálholti

Þetta er Skálholtskirkja og í forgrunni er hús í miðaldastíl sem Árni Johnsen lét reisa eftir þá uppgötvun að bárujárn og þakpappi var notað í ríkum mæli á Íslandi fyrir siðaskipti.

Nokkur styrr hefur staðið um húsið og finna margir því allt til foráttu, telja það óprýði mikla og særa fegurðarskyn kirkjugesta og gangandi á staðnum. Svo mikill hiti er í umræðunni að ég hef Eið Svanberg og fleiri grunaða um að vilja halda austur  með kúbein og sagir og jafna kofann við jörðu.

Meðan ég var í þjóðkirkjunni trúði ég á endurkomu Jesú. Ef vel viðrar og ferð fellur, gæti hann átt það til að bregða sér til jarðarinnar og boða fagnaðarerindi eða ræða við nýja biskupinn. Hver veit?

Einhvern veginn hef ég þó á tilfinningunni að hann hafi ekki sett útlit húsa, byggingastíl og almennt skipulag fyrir sig forðum daga. Honum nægði víst að tala yfir fólki undir berum himni. Honum þætti gaman að koma í Skálholt.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Jesús í Skálholti

  1. Ósköp eru að sjá þetta hrófatildur við mína góðu fermingarkirkju! Nú get ég náttúrlega ekki staðfest komu Jesúsar í Skálholt en það er gullfalleg mynd af honum inni í glæsilega hvíta húsinu. Ef manni leiðist má dunda sér við að sjá allt mögulegt í þeirri mynd.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s