„Feitt og ófrítt fólk getur ekki sungið vel“

„Ef þú léttist um 20 kíló, gætirðu orðið góð söngkona.“

Þetta sagði Simon Cowell í Stjörnuleitinni á sínum tíma við unga stúlku sem uppfyllti ekki útlitskröfur sem gerðar eru til listamanna í Kanans landi.  Hún söng ekki eins og engill, því ég hef engan samanburð, en nógu vel til að eiga erindi í svona keppni. Því miður féll hún á útlitsprófinu.

Þetta myndband sem hefur farið um lendur alnetsins undanfarið, dregur fram útlitsfordóma í ríkum mæli hjá sumum sem birta það. „Útlitið er ekki allt“ sagði drottningavefurinn og „Útlitið segir bara hálfa söguna… “ sagði annar miðill. Þetta er úr Britain’s Got Talent 2012, keppninni sem uppgötvaði Susan Boyle og Paul Potts. Jútjúbnotendur muna eflaust eftir frumraunum þeirra þar sem álit dómara og áheyrenda í sal fór ekki fram hjá neinum áður en þau hófu upp raust sína. Og alltaf verður undrunin jafn mikil þegar kemur í ljós að feitt, ófrítt, skakktennt, úfinhært og ómálað fólk getur sungið, ekki síður en stífmálað, fitusogið, ofurgreitt, velklætt, postulínsslétta skemmtikraftaliðið sem bransinn framleiðir ár eftir ár.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s