Það er meðal annars það sem ekki má…

 Þessi klausa er fengin úr Mogga dagsins. Þar segir frá Liam Stacey sem á dögunum var dæmdur í 56 daga fangelsi fyrir ummæli á samskiptavefnum Twitter, eins og hér má lesa um.  Lokaorðin eru umhugsunarverð.

Á blómaskeiði moggabloggsins þótti mikil refsing að lenda í tengingabanni en þá var vinsælt að tengja herská, gróf, harkaleg og jafnvel ósvífin ummæli við frétt um óskylt efni. Þeir sem gengu of langt að mati umsjónarmanna, voru settir út af sakramentinu og bloggsíðu þeirra lokað. Þolendur kvörtuðu oft ákaflega, gátu vissulega bloggað á öðrum vettvangi en söknuðu útbreiðslunnar, því bloggarar vilja athygli öðru fremur.

Núna er moggabloggið álíka mikill stekkur og Snorrabúð í kvæðinu, fésbókin tekin við og twitter og byrjað er að dæma fólk í sektir fyrir fréttatengdar athugasemdir sem þykja jafngilda meiðyrðum.  Enn hefur enginn verið dæmdur í fangelsi hérlendis fyrir tjáningu á samfélagsmiðli.

Um tjáningarfrelsið sagði Evelyn Beatrice Hall þetta: „Ég er algerlega ósammála þér, en mun verja með lífi mínu rétt þinn til þinnar skoðunar“.  Kannski er komið að því að þessi orð eiga ekki lengur við.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Það er meðal annars það sem ekki má…

  1. Persónulega hefur mér aldrei þótt þessi orð Evelyn Hall eiga við. Kannski er ég bara svona illa innrætt en ég myndi í alvörunni aldrei fórna lífinu til að nasisti geti komið sínum hatursáróðri á framfæri.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s