Íþróttamaður ársins 2012

Það er alltaf gaman að spá, sérstaklega ef maður hefur rétt fyrir sér. Á hjólatúrnum í morgun renndum við yfir íþróttaviðburði liðinnar viku og framsýnn félagi minn sem deilir viðhorfum mínum á íþróttafréttariturum ljósvakamiðlanna, vildi að það yrði fært til bókar að nú væri íþróttamaður ársins að mati boltaíþróttafréttamanna fundinn. Til skýringar má geta þess að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kjósa, skrifa og fjalla eingöngu um boltaíþróttir. Þess vegna blasir þetta við.

En íþróttamaður ársins 2012 er sem sagt Gylfi Sigurðsson. Hann var valinn leikmaður mánaðarins í enskri knattspyrnudeild. Auðvitað vel að því kominn eins og þeir rúmlega hundrað sem hafa hlotið þessa nafnbót frá 1994, þegar byrjað var að veita hana. Að vísu urðu þeir ekki allir íþróttamenn ársins í heimalandi sínu, en við erum jú í sérflokki að þessu leyti.

Og íþróttafréttir næstu mánuða skrifa sig sjálfar. Gylfi verður orðaður við öll helstu liðin og svo þarf að spá og spekúlera því enginn er eins spámannlega vaxinn og spekingslegur í framan og sá sem hefur vit á knattspyrnu. Þetta eru líka „fréttir“ sem „fólkið“ vill, svo vitnað sé í algengustu skýringu á boltahalla fjölmiðla. Samt hefur enginn haft fyrir því að kanna þetta.  Þótt Gylfi verði á bekknum til jóla af ýmsum ástæðum, breytir ekkert því að hann verður líklegastur til að hampa eldhúskollinum. Spennandi? Ég nötra af tilhlökkun.

Enn og aftur skal ég fara með mína möntru í þessum efnum. 22 boltaíþróttafréttaritarar eiga EKKI að ráða því hver fær þessa nafnbót. Fyrirkomulagið er úrelt og hallærislegt og ef allir í íþróttahreyfingunni þyrðu að tjá sig um þetta, kæmi í ljós að meirihluti er fyrir breytingum. En í uppreisnartilraun okkar félaga kom í ljós að ónefndir forystumenn sambanda þora ekki að opna sig um þetta af ótta við að fá minni umfjöllun fyrir vikið.

Þetta er íþróttaspádómur. Færið hann til bókar. Hann er ekki verri en bullið í Nostradamusi.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Íþróttamaður ársins 2012

  1. Það sem fólkið vill = Það sem (viðkomandi froðusnakkur) hefur sjálfur áhuga á og ekki hugmyndaflug til að víkka sjóndeildarhringinn. Virkar eins í sambandi við músík.

  2. Stöð 2 – Vísir er að undirbúa valið. Hér er því haldið fram að hann sé einn efnilegasti fótboltamaður heims. Nærmynd af einum efnilegasta fótboltamanni heims – http://www.visir.is/naermynd-af-einum-efnilegasta-fotboltamanni-heims/article/2012120419778

    Vissulega er hann góður en ég hef nú ekki séð neina pappíra um að hann sé einn efnilegasti fótboltamaður í heimi. Ef því er hinsvegar haldið fram nógu oft í íslenskum fjölmiðlum fer fólk að trúa því.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s