Úrræði fyrir akstursfíkla

Það er ekki langt síðan bíl var ekið á húsvegg við Mýrargötu með þeim afleiðingum að farþegi lést. Mikið var um blóm og kerti á slysstaðnum og farið var í minningarakstur nokkrum dögum síðar.  Illar tungur sögðu að þegar viðstaddir höfðu minnst hins látna, hafi verið haldið út á Granda til að hefja ofsaakstur að nýju, eins og ekkert hefði í skorist. Betur að rangt væri.

Í ummælum við fréttir af hraðakstri kraftmikilla bíla á Grandasvæðinu hefur borið nokkuð á þeim sem heimta „úrræði“ handa þessum hópi, sem „verði að fá útrás“ fyrir þessa löngun sína að aka hratt og glæfralega.  Síðan ég fékk bílpróf, hafa þessar kröfur heyrst. Á sínum tíma átti Kvartmílubrautin að virka losandi fyrir bensínfyllta bílstjóra, en þeim ku þykja leiðinlegt að aka kílómetra í beina línu fram og til baka. Menn vilja meira, helst vandað ökugerði þar sem þeir geta brennt gúmmí og bensíni að vild, því þeir hafa svo mikla „þörf“ fyrir það. Eitthvað kostar að koma því upp, sennilega nokkra tugi milljóna, og talsmönnum akstursfíkla þykir það réttlætismál að ríki/borg/einhver opni veskið. Ekki þeir sem aka. Þeir þurfa að eiga fyrir bensíni.

Nú ætla ég mér ekki að gera lítið úr hraðaksturslöngun. Sjálfur var ég haldinn henni framan af. Ég velti fyrsta bílnum mínum í krappri beygju á fyrsta klukkutímanum sem ég átti hann og kenndi veginum um. Ekki mér. Mér fannst gaman að aka hratt. Svo var um fleiri. Okkur datt víst aldrei í hug að heimta af bæjarstjórn Ísafjarðar að malbika handa okkur gott svæði eða afmarka ökugerði. Síðan eignaðist ég Trabantinn. Á honum komst ég einu sinni yfir löglegan hámarkshraða á þjóðvegi, með góðri aðstoð brekku.  Þegar annar og kraftmeiri bíll leysti Trabant af hólmi, dugði há hraðasekt til að koma mér niður á malbikið.

Ég hef enga lausn á takteinum á svefnvandamálum íbúa í nágrenni við Granda sem vakna reglulega við ýlfur í dekkjum og þungan nið átta strokka véla. Ekki nema þá sem ég lagði til á Fésbók um daginn. „Kauptu þér riffil.“ En þetta er ábyrgðarleysi og ekki til eftirbreytni og eflaust þarf góðan og einbeittan vilja til að misskilja mig. Þó útiloka ég ekki að einhverjir verði til þess.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Úrræði fyrir akstursfíkla

  1. Áhuga mönnum um golf og fótbolta myndi sjálfsagt bregða ef þeir hefðu enga staði til að sinna sínu áhuga máli. Hver hefur borgað fyrir þeirra aðstöðu?

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s