Meðvituð aukning á skítkasti

Undanfarna daga hefur farið um víðlendur fésbókar bréf sem ætlað er að koma höggi á frambjóðanda til embættis forseta. Ég hef ekki fengið þetta bréf, aðeins heyrt innihald þess í stuttu máli lesið í síma með tilheyrandi andköfum og hneykslun og málið rakið yfir kaffibollum hist og her og hafa viðmælendur jafnan fullyrt að þetta muni ríða framboðinu að fullu. Allir fjölmiðlarnir munu hafa vitað þetta í nokkurn tíma en héldu að sér höndum og biðu eftir að DV riði á vaðið. Það gerðist síðdegis í gær.

Ef marka má viðbrögð þeirra sem í hlut eiga og viðtal í Fréttatímanum, ber mikið á milli bréfs og staðreynda og varla hægt að segja að fjöðrin sem fauk af stað fyrir rúmri viku að undirlagi ákveðinna einstaklinga, hafi orðið að hænu. Hvarvetna á netinu og í umræðuhölum á DV er þetta uppátæki fordæmt og verður sjálfsagt til þess að auka stuðning við framboðið. Þeir sem dreifðu og biðu með þórðargleði í hjarta, urðu sjálfsagt fyrir vonbrigðum.

Þekktur almannatengill spáir leðjuslag og að þetta sé bara byrjunin. Eftir viðbrögð almennings, eins og þau endurspeglast í netumræðunni, er ólíklegt að önnur atlaga verði gerð. En ef svo verður, eiga dreifararnir ekkert betra skilið en að nöfn þeirra verði birt.

 

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s