Stóra systir Sölva Tryggvasonar

….Vændismarkaðurinn á Íslandi lifir góðu lífi þótt kaup á vændi hafa verið gerð refsiverð….. sett inn auglýsingu á einkamál.is sem skilað meira en 200 svörum á einum sólarhring. Voru flestir sem höfðu samband tilbúnir til að greiða fyrir kynlíf þegar eftir því var leitað. …..viðtöl við íslenska vændiskonu, sýnd viðbrögð karlmanna við vændisauglýsingum og fleira.

Þetta er brotakennd lýsing á hluta af því sem samtökin Stóra systir gerðu á liðnu hausti. Þar var safnað símanúmerum og nöfnum og þau afhent lögreglu. Urðu margir til að fordæma og gagnrýna þessa aðgerð og sagði Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, m.a.: „Stóra systir er ekkert öðruvísi en önnur pólitísk ofstækissamtök. “ 

En þessi lýsing er reyndar ekki á aðgerð Stóru systur. Þarna segir Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður frá væntanlegum þætti sínum um vændi á Íslandi. Til að auka spennu og forvitni lét hann þess líka getið í samtali við netmiðilinn Eyjuna að honum hefði verið hótað lögbanni á þáttinn, og vill Sölvi gjarna að „blaðamenn sameinist um að telja svona lagað algjörlega óþolandi.“ Af athugasemdum má ráða að Sölvi njóti nokkurrar aðdáunar fyrir framtakið og hugrekkið sem til þess þurfi. Aðra gagnrýni hefur hann ekki fengið nema létt skot fyrir meinta auglýsingabrellu.

Meðan minnugir rifja upp viðbrögðin sem Stóra systir fékk, er tilvalið að velta fyrir sér af hverju Sölvi Tryggvason sætir ekki ámóta gagnrýni og fordæmingum fyrir sitt framtak.  Af lýsingu á þættinum að dæma gengur hann skrefinu lengra, eins og fram kemur í síðustu setningum lýsingarinnar hér að ofan. Ef samfélagsviðhorfin væru eins og í haust, ættu netheimar að „loga“ (frekar útjöskuð klisja) og Sölvi væri sennilega í felum fram að frumsýningu.

 

 

32 athugasemdir við “Stóra systir Sölva Tryggvasonar

 1. Karlstýrðir fjölmiðlarnir eru sammála og gefa tóninn:

  Ekki sama Jón eða séra Jón
  eða
  kona / karl
  eða
  dulbúnir femínistar / sætur fjölmiðlastrákur

  • Gefum okkur að Stóra systir hefði unnið þennan þátt á þessum forsendum? Hver hefðu viðbrögðin orðið? Kúvending viðhorfa á hálfu ári er frekar ólíkleg.

   • Þessi pistill þinn er tómur útúrsnúningur og byggður á röngum forsendum. Stóra systir var ekki gagnrýnd fyrir neitt af því sem Sölvi er að gera.
    Þú segir annarstaðar hér á síðunni „Munurinn er nær enginn á framkvæmdinni en viðbrögðin gerólík.“ – Þetta er kolrangt hjá þér, því það er einmitt grundvallarmunur á framkvæmdinni.

    Ég tek þó fram að með þessu er ég ekki að taka undir gagnrýni á Stóru systur, heldur skal rétt vera rétt. Aðferðir hennar voru í öllum grundvallaratriðum gerólík því sem Sölvi er að gera.

   • Munurinn er augljós. Aðrir hafa þegar bent á hvernig Stóra systir vakti athygli með klæðaburði og framsetningu. Sjálfur var ég reyndar ekki svona viðkvæmur við því, enda bara sjálfsagt að beita aðferðum til að vekja athygli á framkvæmdinni.

    Stóri munurinn felst í því sem Stóra systir var helst gagnrýnd fyrir – og það kemur fram í þínum inngangi, þar sem þú segir: „Þetta er brotakennd lýsing á hluta af því sem samtökin Stóra systir gerðu á liðnu hausti. Þar var safnað símanúmerum og nöfnum og þau afhent lögreglu.“
    Mér vitanlega er Sölvi ekki að bregða sér í hlutverk lögreglunnar. Lýsingin á aðferðum Sölva (sem þú hefur í rauðu) á því ekki við um þetta veigamikla atriði og því dettur samlíkingin um sjálfa sig.

    Svo getur fólk haft mismunandi skoðanir á því hvort borgaraleg samtök geti tekið að sér störf lögreglunnar eða ekki. En það er ekki hægt að halda því fram að Sölvi sé að gera það sama og Stóra systir var gagnrýnd fyrir. Hann sleppir einmitt því.

  • Fyrir nú utan að enn er fólk að agnúast út í Stóru systur og enn er hún nefnd sem eitt eftirlætisdæmið um meintar öfgar íslenskra femínista.

 2. Ég bíð spennt eftir reiðilestri yfir Sölva frá Brynjari Níelssyni, sem var nú ekki mjúkmál fyrir ekkert mjög löngu síðan um þá iðju að“vera að reyna að leiða (menn) til afbrota.“ Brynjar benti einnig á að við því lægi „miklu þyngri refsing í því en nokkurn tímann því að kaupa vændi.“

 3. Jesús minn, ekki verða feðraveldis-samsæriskenningarnar mikið meira loft en þetta.

  Það er smá munur á hversu mikið novel það er fyrir fólk að sjá einhvern týpískan tabloid þátt miðað við að sjá pólitískan kröfu gjörning með skýrskotanir í búrkur og KKK – hefur ekkert með sérhlífni varðandi karlmenn að gera – en ef þið viljið ala á paranoju (eigin og annara) endilega haldið því fram að feðraveldið sjái um sína (afhverju ekki bara Illuminati while you´re at it)

  • Þessi færsla mín kemur meintu feðraveldi ekkert við. Þetta er samanburður á framtaki tveggja aðila. Munurinn er nær enginn á framkvæmdinni en viðbrögðin gerólík. Áður en þú missir þig í oftúlkun ættirðu að lesa færsluna. Hvað er annars þetta Illuminati?

   • Illuminati á að vera leynifélag og er vinsælt umræðuefni á samsæriskenninga-síðum á netinu, og á það sameiginlegt með öðrum samsæriskenningum að heittrúaðir vilja meina að nánast allt íllt í heiminum sé runnið þaðan (svipað og hugsunargangur feminisma cult-ista er varðandi feðraveldið)

    Annars þarf maður ekki að vera mikill mannþekkjari til að vita hvað það er sem vekur viðbrögð í fjölmiðlum – það sem er nýstjárlegt og/eða ýtir á tilfinningahlaðna punkta er vanalega messt rætt – tabloid sjónvarpsþættir sem fjalla um undirheima eru ekki nær því eins nýstjárlegir og ýta ekki á sömu punkta og theatrískir pólitískir hópar með beinar pólitískar kröfur sem viðbúist er að viðbrögð verði við.

    There´s your explination (hefur ekkert með mismunun vegna kyns að gera – bara mannlegt/kvennlegt eðli)

 4. Að hugsa sér að setja samasem merki við stóru systur og KKK eins og nafni minn gerir hér fyrir ofan.

  Annars tek ég undir hvert orð í þessu pistli.
  Takk fyrir þetta Gísli.

  • Ég gerði það ekki – ég sagði að það væru skírskotanir (þ.e. með nafnlausum hempuklæddum pólitískum hópum)

   Bara svo það sé á hreinu þá geri ég engann samanburð á hugsunargangi stóru systur og meðlima KKK – ég gera bara samanburð á theatrical partinum

   Alveg dæmigert að reynt sé að lesa allt á versta veg

   • P.s Ég hef og hafði ekkert að klaga upp á Stóru systur – þetta var ágætlega heppnaður gjörningur hjá þeim og mér fannst eins og eflaust ykkur viðbrögð Brynjars og Sveins Andra vera hissy fit.

    Ég hef hinsvegar mikið að klaga uppá aðferðarfræði sem er ofboðslega algeng í þessu umræðuefni – að safna í lið (ekki safna gögnum) með ofboðslegu cherry picking og staðfestingarvillu, telja til að allt frá háhæluðum skóm til almennrar hár-tísku sé runnið undan hinu ógurlega feðraveldi – og horfa framhjá augljósum faktorum, eins og að hempuklæddur her með pólitískar kröfur er augljóslega meira fréttaefni heldur en að enn annar tabloid þátturinn um undirheima sé á dagskrá – alveg óháð hvaða skoðun maður
    hefur á þessu tvennu

   • Ok nafni. Þá hef ég miskilið þig og biðst forláts á því.

    Mér fannst þetta flott hjá Storu systur, sem og Sölva. Það er sjálfsagt að skoða þessi mál, sérstaklega í ljósi þess að þetta er lögbrot að kaupa sér vændi.

 5. Þannig að aðalmunurinn á Sölva og Stóru systur, skv. Einari, er klæðnaðurinn? Var það sem sagt helsti og jafnvel eini glæpur kvennanna að klæðast hempum? Ef þær hefðu verið í gallabuxum og peysum hefði allt verið í lagi?

  • Útúrsnúningur

   Munurinn er augljóslega að annar atburðurinn er mundane og algengur (tabloid fréttamennska) á meðan hinn er theatrískur myndrænn og sjaldgæfur (systur)

   Ég sagði aldrei að stóra systir hefði framið glæp, né lagði neinn dóm um ágæti þeirra gjörða vs ágæti þátta Sölva

   • P.s. það má ekki gleymast að umræðuefnið er afhverju meiri læti urðu útaf stóru systur heldur en þætti sölva – og Síðuhöfundur ýjar að því að það hafi eitthvað með það að gera að Sölvi er karlmaður

    Ég segi að það sé útaf augljósum mismun á framsetningu og tilgang gjörninganna tvenna, ásamt því að annar gjörningurinn hefur aldrei áður gerst – en feministar halda eflaust rígfast í þá fabúleringu að þetta sé enn annað púslið í gangverki feðraveldisins og að sú skýring standi svo lengi sem nógu margir jammi og jái yfir greinninni (og like-i)

    Bara trúarbrögð eru hugmyndafræði sem styrkjast af fjölda Já-manna – vísindi og félagsrannsóknir gera það engann veginn

  • Nei, það er minniháttar munur, Anna.
   Aðalmunurinn er að Stóra systir safnaði gögnum og afhenti lögreglunni. Að því leyti eru þessar aðferðir gerólíkar – tilgangurinn líka ólíkur.
   Svo má deila um hvort er betra – en ólíkt er það, svo mikið er víst.

 6. Búhúhú… Stóra systir skömmuð en Sölva hrósað! Búhúhúhúhú. Hver er að hrósa Sölva? Einn er reyndar munur á þessu, að mér sýnist, sem er sá að Sölvi er ekki að útbúa lista yfir þá sem höfðu samband við hann til að afhenda lögreglu – þetta er ekki einhvers konar hefndaraðgerð. En, það breytir ekki því að aðferðir Sölva eru mjög umdeildar innan stéttarinnar.

  Í siðareglum DV, blaðinu sem meðvirknin ýtti út af borðinu, segir til dæmis um Blekkingar: „Starfsmenn ritstjórnar villa ekki á sér heimildir, þegar þeir afla frétta. Blaðamenn DV kynna sig ávallt sem blaðamenn DV við fréttaöflun“. Og um Segulbönd: „Starfsmenn ritstjórnar nota ekki leyndan hlerunarbúnað. Viðtöl eru tekin upp á segulband til að tryggja nákvæmni í efni blaðsins.“

  Þannig að ekki eru þeir sem stóðu að þeirri siðaskrá að „hrósa“ Sölva. Annars, ef fólk vill vita eitthvað um þetta þá stendur þetta allt í bókinni um Catalinu: Hið dökka man. Sem, einhverra hluta vegna þetta femínistager vill sem af minnst af, líklega af því að það kemur ekki úr réttu áttinni. Þjónar kannski ekki hagsmunum? Meinið á Íslandi er að það er ekki það sem sagt er heldur hver segir sem skiptir máli. Kannski að „Sölva hrósað – Stóra systir skömmuð“ geti orðið til að opna augu einhverra fyrir þessari meinsemd — hafi menn minnsta áhuga á að vera sjálfum sér samkvæmir?

  • Búhúhú?? Femínistager? Byrjar yfirlætið hjá þér.

   Hvað er það sem hræðir þig svona við femínista Jakob Bjarnar? Hver er ógnin? Skreppur lillinn þinn saman við málflutning femínista eða hvað í fjáranum er málið? 🙂

   Þótt ég sé vissulega ekki sammála öllum aðgerðum eða skoðunum femínista, enda skipta þeir hundruðum þúsunda ef ekki milljónum um allan heim. Karlar og konur.

   Á Íslandi erum við mörg hundruð ef ekki þúsundir sem berjumst fyrir jafnrétti kynjana og teljumst til femínista.

   En bottom line-ið hjá femínistum er að barist er fyrir réttindum dætra okkar, systra, mæðra og eiginkvenna osfrv. – Hvernig getur nokkur maður sýnt þessari baráttu svona mikla fyrirlitningu eins og þú ítrekað gerir.

   Það má varla koma fram orðið femínismi í bloggfærslu eða frétt, að þá ert þú mættur geltandi yfir því hve ömurlegt þetta er alltsaman.

   Það hefur verið merkilegt að fylgjast með málflutningi þínum undanfarið. Það eru hommar, trúleysingjar og femínistar sem þú finnur allt til foráttu. Með þessu áframhaldi kemst þú pottþétt til himnaríkis………………….

   • Þó ég heiti ekki Jakob þá get ég allavega sagt að það er ekki jafnréttis-parturinn sem truflar mig hið minnsta – það er þessi útvíkkun á öllum hugtökum til þess að fóðra alarm-isma sem fer í mínar fínustu – feministar virðast halda að „því meira vague sem hugtök eru, því meira umverpa þau og þessvegna verða þau sannari fyrir vikið“ ( svoleiðis hugsun gegnsýrð í samsæriskenninga-hringjum og trúarbrögðum )

    Að sjá djöfullinn (feðraveldið) í öllum hornum er trúarlegs eðlis, ekki fræðilegs

 7. Ég get alveg tekið undir niðurlagið með þér, Jakob. Sérstaklega með samkvæmnina. Sjálfsagt hefði verið rétt að nefna líka tálbeitur Kompáss sem alltaf vöktu mikla athygli og enginn sá neitt athugavert við á sínum tíma.

  • Held að það sé nú orðum ofaukið og hagræðing á sannleikanum að segja að enginn sá hafi séð neitt athugavert við aðferðarfræði kompáss á sínum tíma.

   Það var kannski ekki mikið gagnrýnt þegar þeir notuðu tálbeitur gegn barnanýðingum (enda ekki margir sem vilja taka afstöðu með réttindum slíkra manna) en að öðru leiti voru Kompáss mjög umdeildir magazine þættir

   Síðan er bara stór munur á að fjalla um mál sem blaðamaður og sem pólitískur róttæklingur (algjörlega óháð kyni) , og sést það glöggt á allri þjóðfélagsumræðu á stjórnmálafólk (og róttæklingar ) fá miklu meiri skammir heldur en blaðamenn (aftur óháð kyni)

   Þessi grein þín er bara loft (sem vill svo til að nærir „elda“ sem til eru fyrir í formi vafasamrar félagsfræði í samfélaginu)

 8. „Sjálfsagt hefði verið rétt að nefna líka tálbeitur Kompáss sem alltaf vöktu mikla athygli og enginn sá neitt athugavert við á sínum tíma.“

  Jámmm, ég vísa aftur í siðareglurnar sem ég vitnaði í fyrr; mér og fleirum fannst þetta hjá Kompási alveg glatað. En, þetta þótti eitthvað svo gott mál þá, að bösta Gústa mörgæs, það er rétt hjá þér, að fæstir leiddu hugann að því þá frekar en seinna að tilgangurinn helgar ekki meðalið. Og enn og aftur er það þetta uppi með að það er ekki sama hver á í hlut. Íslendingar eru alla jafna úti á túni með þetta og rugla öllu saman. Til dæmis sjónvarpsmaður ársins, minn ágæti kunningi Jóhannes Kr. Kristjánsson, sem fjallaði um hörmulegt fráfall dóttur sinnar. Með fullri virðingu, þar er verið að þverbrjóta eina af frumreglum blaðamanna sem er að fjalla ekki um eitthvað sem snertir þig með beinum hætti. Það gerir þig ómarktækan. En þetta má víst ekki segja.

  Þá var einhver heimildakvikmyndagerðarmaður sem var með candid camera í gangi, annar fugl, sem tók viðtal við Björgólf en var með vélina í gangi þegar verið var að undirbúa viðtalið og sýndi það, algjör skaðræðisgripur: Allur sá gerningur var til þess eins fallinn að ala á tortryggni gagnvart blaðamönnum og koma í veg fyrir upplýsingagjöf. Sú var nú helsta niðurstaðan af því brambolti öllu.

  Málið er að þessi gjörningur Stóru systur var fyrir neðan allar hellur og þó einhverjir sem rugla alltaf öllu saman í einn graut séu hugsanlega ánægðir með þetta framtak Sölva, þá breytir það engu þar um.

  • Gústi mörgæs? Þú átt sennilega við Ágúst Magnússon fyrrverandi útvarpsmann og starfsmann sumarbúðanna KFUM og K?

   Maðurinn er barnaníðingur og var að reyna að komast í samband við barnungar stúlkur á netinu á þessum tíma, til að misnota þær kynferðislega. Og ekki nóg með það, að maðurinn var á Vernd, sem er áfangaheimili fyrir fanga sem eru á reynslulausn.

   Þetta varð til þess að maðurinn var settur aftur í fangelsi og gat þó allavega ekki á meðan misnotað börn og vonandi er fylgst með þessum manni í dag.

   Ertu virkilega að gagnrýna þetta?

   • fyrrverandi útvarpsmann og fyrrverandi starfsmann sumarbúðanna KFUM og K?

    Ég tek fram þetta starf hans í þessum sumarbúðum því maðurinn er stanslaust að reyna að komast í tæri við börn.

    Ef falin myndavél og að reynt sé að afhjúpa þennan mann hvort sem það er í sjónvarpi eða annað, getur komið í veg fyrir að hann komist nálægt börnum, að þá er það bara virkilega frábært.

    Takk fyrir mig
    Gísli

 9. Ætli fólk hafi almennt meira þol gagnvart því að fjölmiðlar gera/segja eitthvað heldur en fólk útí bæ?

  Ef fólk útí bæ gerast aktívistar í dularklæðum þá getur það orðið hættulegt kerfinu.

  En þar sem fjölmiðlafólk er alltaf í bandi (á bandi) eigenda sinna, þá mega þeir þykjast vera hættulegir (valdinu) en ef þeir ætla að verða það raunverulega þá verða þeir reknir og fá ekki vinnu við 4.valdið meir.

 10. Hann er ekki að safna símanúmerum og nöfnum til að afhenda lögreglu er það nokkuð? Stóra systir var það hallærislegasta sem að ég hef á evi minni séð en Sölvi er bara að búa til heimildaþátt. Stóra systir var að leggja sig alla fram við að nafngreina og láta einstaka menn finna fyrir því en sölvi er bara að fjalla um þetta á eðlilegri nótum.

  • Eðlilegri nótum? Upptökur af mönnum að falast eftir vændi? Með mynd og hljóði? Sumir þekktust. Eðlilegri nótum? Þú ert ágætur.

 11. Bakvísun: Uppgjör « Málbeinið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.