Fórnarkostnaðurinn

Fyrir ofan Öldutúnsskóla í Hafnarfirði var einu sinni gangbraut yfir Reykjanesbrautina. Þarna var mikið um hraðakstur og lengi hafði verið beðið um umferðarljós eða undirgöng fyrir alla sem þarna þurftu daglega að fara yfir. Þrátt fyrir að öll rök mæltu með því, var daufheyrst við bænum fólks, ár eftir ár. Þangað til fórnarkostnaðurinn varð nógu mikill. Ekið var á unglingsstúlku á leið yfir götuna og hún lét lífið. Þá loksins komst hreyfing á málið og gangbrautarvörður ráðinn þar til undirgöng voru tilbúin. Það þurfti banaslys.

Þessi saga rifjaðist upp þegar ég heyrði af þeim 9 milljónum sem Menntaskólinn í Reykjavík þarf að greiða í bætur fyrir slys sem varð í gangaslag þar. Sú hefð var aflögð í kjölfarið. Það þurfti stórslys til að hætta því sem allir sáu að gat ekki annað en endað með ósköpum. Árlegar fréttir af stórslysalausum gangaslag dugðu ekki til.

Sama má reyndar segja um svonefndar busavígslur þar sem kvalalosti og kvikindisháttur fær útrás undir formerkjum hefða. Ég hef aldrei skilið nauðsyn þess að níðast á nýnemum og niðurlægja þá á ótal vegu til að þeir séu tækir inn í skólasamfélagið. Smám saman hefur skilningur á þessu aukist. Enda segir í þessari frétt:… Í raun er það mesta furða að ekki hafi orðið slys á fólki....

Í gamla skólanum mínum, MÍ gekk busavígsla of langt fyrir nokkrum árum, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Skólameistara og kennurum ofbauð, eins og segir í greinargerð þeirra: …“vígslan hafi verið ómannúðleg. Öll umgjörð busunar og framkvæmd hennar einkenndist af klúru orðbragði, ofbeldi, sóðaskap…“ Jafnvel umboðsmaður barna sendi skólanum bréf og kvartaði yfir niðurlægingu og andlegu og líkamlegu ofbeldi. Ákveðið var að bjóða nýnema velkomna á prúðmannlegri hátt. Þó gætti nokkurs söknuðar hjá eldri nemendum sem höfðu hlakkað til að busa nýliðana.

Fólk lærir af reynslunni. Það þurfti 12% örorku til að ráðamenn MR sæu að taumlaust ofbeldi væri ekki ómissandi hefð í gamalgrónum skóla.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s