Fall er ekki fararheill

Ég hjóla mikið þessa dagana mér til skemmtunar, enda veðrið gott. Af augljósum ástæðum forðast ég stofnbrautir en er annars á götunni, eins og umferðarlög kveða á um. Til að auðvelda öðrum vegfarendum að sjá mig, er ég í dýjamosagrænum jakka, sem sumir myndu kalla tískuslys í næturlífinu, og hjólið er frekar skrautlegt. Ég er álíka áberandi og páfugl í pútnahúsi.

90% ökumanna eru árvökulir, taka tillit til annarra á götunni og með þeim er samfylgdin góð. Hin 10% eru stórhættuleg eins og dæmin sanna. Verstir eru þeir sem álíta að reiðhjól eigi að vera á gangstéttunum og aka eins og þau séu ekki á götunni. Slíkur bílstjóri, sem þurfti að fara yfir Skútuvog á laugardaginn, sá mig koma aðvífandi, beið þar til ég var kominn nógu nálægt og renndi þá bílnum hægt og letilega þvert í veg fyrir mig. Á 25 km hraða er ekkert grín að nauðhemla á reiðhjóli því hættan er að steypast fram fyrir hjólið og endastingast á malbikið. Ég náði að stansa þegar metri var á milli. Hann veifaði glottandi og fannst þetta öllu fyndnara en mér. Síðan gaf hann í niður Brúarvog og hvarf.

Félagi minn, sem var svínað á í gær, var ekki eins heppinn og er sennilega handleggsbrotinn báðum megin. Annar lenti í því að skokkari/göngumaður steig í veg fyrir hann úti við Gróttu. Þau kynni við götuna enduðu í sjúkrabíl. Ótaldir eru þeir sem gefa ekki tommu eftir og neyða mann svo langt út í kant að ekkert svigrúm er til neins nema detta.

Mér finnst sumarið ekki byrja nógu vel að þessu leyti. Auðvitað hefur reiðhjólum fjölgað mikið, enda er hvatt ákaflega til hjólreiða. Bílunum hefur ekki fækkað nóg að sama skapi, alla vega ekki í 10% flokknum.

 

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s