4950 krónur!

Ég ætla að vera með í Bláalónsþrautinni í ár því það er gaman að hjóla. Keppnisgjaldið er 5000 krónur og mér finnst það sanngjarnt, miðað við lengd keppninnar, drykkjarstöðvar og veitingar að lokinni keppni. Maður fær víst heita súpu og eitthvað kjarngott með henni. Þetta er stuðkeppni og ég hlakka til. Eitt er þó í pakkanum sem mig langar ekki í. Innifalið í skráningargjaldi er bað í Bláa Lóninu. Í upplýsingum stendur þetta:

Bláa Lónið hf. býður öllum keppendum í lónið eftir keppnina (kr.4950).


Ég vissi sosum að dýrt væri oní drullupollinn sem ku vera heilsulind með meiru, en þetta blöskrar mér. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Lónsins er auðvelt að eyða þarna tugum þúsunda í alls konar munað og meðlæti, en nískupúkinn í mér segir nei. Ég get hreinlega ekki trúað því að alþýða manna stundi Lónið reglulega, nema þeir sem eru tilneyddir vegna húðsjúkdóma.

Þótt ókeypis sé oní fyrir mig þá ætla ég frekar að hjóla heim að Sædýrasafninu að súpu lokinni og hvíld í smátíma. Þeir baða sig sem vilja.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “4950 krónur!

  1. Þeir eru með einhverskonar platkerfi, þannig að það er í raun ekki alveg svona dýrt fyrir Íslendinga. Allir sem tala íslensku/eru með íslensk kort eru hvattir til að skrá sig í ,,vinaklúbb“ og þá kostar sirka helminginn af þessu ofaní. Sem mér finnst reyndar alveg hellings dýrt.

  2. Þetta eru dæmigerð áhrif túrisma. Heimafólk er í raun hrakið frá sínum upphaflegu venjum því að túristar geta borgað meira. Gott dæmi um þetta er t.d. Prag. Í miðbæ borgarinnar eru bara túristar og fólk sem þjónustar þá. Hinn dæmigerði Pragverji er hættur að fara niður í bæ að sögn tékkneskrar vinkonu minnar. Fær mig til að langa minna til að ferðast en ella.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.