Forsetinn leysir fíkniefnavandann

„Ólafur Ragnar Grímsson forseti segir ekki mjög flókið verk að uppræta eiturlyfjavandann. Forsetinn er staddur á Írlandi þar sem hann tók þátt í ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Evrópskar borgir gegn eiturlyfjum“ en hann fékk sérstaka viðurkenningu á ráðstefnunni fyrir vel unnin störf í þágu ungmenna.“

Þetta er upphaf fréttar á Visir.is. Við nánari skoðun kemur í ljós að þetta er átaksverkefni 23 borga,, sem hófst fyrir mörgum árum og er forsetinn verndari verkefnisins. Starfi verndara fylgja mörg ferðalög og ræðuhöld og ljóst er að fyrir hrun gat forseti notað ferðirnar til að reka erindi íslenskra kaupsýslumanna. Forsetinn hefur löngum þótt fjölhæfur og gaman er að sjá að kortéri fyrir kosningar hefur hann leyst eiturlyfjavandann með einföldum hætti. Aðeins Chuck Norris toppar þetta, en hann getur jú allt.

Þetta minnir óneitanlega á yfirboð stjórnmálaforingja fyrir kosningar endur fyrir löngu þegar Ísland átti að verða fíkniefnalaust árið 2000. Þá keypti Halldór Ásgrímsson nokkur hundruð framsóknaratkvæði með því að lofa milljarði í eitthvað óskilgreint átak. Litlum sögum fór af efndunum og enn færri af góðum árangri. Ég veit ekki hvaða ártal er á oddinum núna en raunsæi mitt mælir með 2100.

Að öllu gamni slepptu, þá fagna ég þessum tíðindum. Hógvær og lítillátur þjóðhöfðingi okkar hefur leyst eiturlyfjavandann og fengið að auki viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Ég efa ekki að tölur SÁÁ og annarra meðferðaraðila staðfesti þennan góða árangur og ef þetta er svona einfalt,skapast mikið atvinnuleysi í meðferðargeiranum á komandi árum. Það getum við þakkað forseta vorum. Hann fann lausnina.

 

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Forsetinn leysir fíkniefnavandann

  1. Ég er mjög glöð og svo er mér sannarlega létt. Hef verið hokin af hugarvíli vegna þess að liðin eru 13 ár frá því að hinn eðli Framsóknarflokkur lofaði fíkniefnaleysi árið 2000. Merkilegt hvað ÓRG tekst alltaf einhendis að sjá um stóru málin. Frá útlöndum offkors.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s