Beðið eftir blóðinu

Í gærkvöldi bættist óvænt rúmur klukkutími við dagskrá RÚV. Þar var fréttamaður í myndveri í aðalhlutverki og reyndi að teygja lopann en þess á milli var þess beðið að flugvél með rúmlega 100 farþega lenti á Keflavíkurflugvelli.  Þetta var álíka spennandi lengst af eins og hurðarhúnninn á Höfða, sællar minningar, og ekki áhorfsvænt. En samt var beðið og reynt að byggja upp spennu.

Allt fór vel að lokum eins og í góðu ævintýri. En hvað hefði ríkissjónvarpið gert ef endalokin hefðu orðið þessi? Eftir atburðasnauðan aðdraganda hefði tæplega verið skrúfað fyrir stórslys í beinni. Hefðu aðstandendur farþega fengið að engjast fyrir framan skjáinn? Nærmyndir af logum og reyk? Hvar hefðu mörkin verið dregin?

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s