Groundhogvikan í Júróvisjón

„Eftir xx ár í Júróvisjón er komin nokkuð föst mynd á þetta. Hún er í grófum dráttum svona:
Íslenski hópurinn er áberandi á keppnisstað, heldur frábæra fjölmiðlafundi sem vekja athygli og spá blaðamenn laginu góðu gengi. Kynningarpartíin ganga með eindæmum vel og veðbankar eru jákvæðir. Íslenski keppandinn mætir í fjölda viðtala og er spurður mikið um land og þjóð. Stemmningin er góð og broshýr sjónvarpsmaður sendir heim myndir og viðtöl. Það er vor í lofti og væntingarnar miklar. Auðvitað förum við upp úr þessari undankeppni, það er engin spurning og það eina sem á eftir að ræða hér heima er hvar við eigum að halda keppnina að ári.“

Þessi færsla er frá maí 2007. Hún er margnota eins og góð klisja, á prýðilega við öll ár eftir fyrstu birtinguna og meðan ég nenni að blogga, ætla ég að birta hana óbreytta á hverju vori. Júróvisjón er vika múrmeldýrsins í íslenskum fjölmiðlum sem leggja æ meira í að kynda upp eftirvæntinguna og spennuna. En hæpið er hæpið. Innst inni vita allir hvernig myndin endar, alveg eins og Dagur múrmeldýrsins. Einhvern tíma losnum við úr vítahringnum, hættum að nenna þessu og eyðum peningunum í eitthvað virkilega nýstárlegt sjónvarpsefni, t.d. matreiðsluþátt með Agli Helgasyni. Þá skal ég horfa.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.