Launalaus vinna í boði

Í árdaga þýðingaferils míns þýddi ég misvondar kvikmyndir fyrir lítið fyrirtæki hér í bæ. Þetta var ákaflega illa borgað en allt er hey í harðindum fyrir blankan barnakennara. Öðru hverju þusaði ég við Árna útgáfustjóra (blessuð sé minning hans)  um taxtann en hann brást yfirleitt blíður við, dró fram stóra hrúgu bréfa og pappíra og sagði að þarna væru umsóknir um þýðingastörf. Ég mætti hætta ef ég vildi, hann hefði tugi fátækra stúdenta til að taka við af mér.

„Sumir“ sagði Árni, og horfði fast á mig, „eru fúsir til að þýða myndir án greiðslu, því þeim þykir nóg að sjá nafnið sitt undir textahalanum í lokin.“ Ég neitaði að trúa þessu og eins og nærri má geta, var lítið um taxtahækkanir á þessum árum.  Haustið 1995 hóf Sýn útsendingar frá Lynghálsi og þá var Árna þakkað fyrir góð kynni og bent á bunkann góða. Nú væri lag að fá fólk til að vinna launalaust.

Þessi sama hugmynd gengur nú aftur í afar ófrumlegu tiltæki sem hefur ráðið glaðbeittan lögmann, Hildi Sverrisdóttur, til að safna saman kynórasögum kvenna og gefa út í bók. Svona bækur eru ofarlega á sölulistum í útlöndum og nú á að mjólka kynórakýrnar hér heima. Ef Kristmann Guðmundsson væri á lífi, þætti hann sjálfkjörinn til að stjórna svona verkefni. Gaman hefði verið að sjá hann kynna þetta stórbrotna verkefni í Kastljósinu á besta tíma, þar sem lögmaðurinn glaðbeitti fékk ókeypis auglýsingu. Það er gott að eiga góða að í kynningarmálum.

En fleira á að vera ókeypis í þessu máli.  Þetta er textinn á vefsíðu fantasiur.is, þar sem auglýst er eftir efni í bókina.

„Vinsamlegast athugið að valið verður úr þeim fantasíum sem berast og þær birtar í bók þar sem þær verða prófarkalesnar og mögulega stílfærðar. Sögurnar sem berast og sem verða valdar í bókina munu alltaf vera nafnlausar og verða aldrei raktar til sendanda. Eftir sendingu eru sögurnar eign útgefanda og er áskilinn allur höfundarréttur, þar á meðal af öllu afleiddu efni.“

Nú reynir sjálfsagt á kenningu Árna útgáfustjóra um að til sé fólk sem er svo áfjátt í að sjá efni eftir sig á prenti að það sest við skriftir og vinnur launalaust. En þar sem allt er nafnlaust, er lítil von um heiður og vegsauka, sem margir vilja meta til fjár. Án efnis verður engin bók og þá verður lögmaðurinn glaðbeitti sjálfsagt að nota sömu aðferð og bleikt.is við játningar sínar, sem nær allar eru gúgulþýddar og stílfærðar innanhúss.  Ef fólk er ekki fífl, þarf Forlagið væntanlega að fara þá leið.

Viðbót frá minnugum lesanda: „Hildur Sverrisdóttir var  lögfræðingur hjá 365 á sínum tíma. Hún gerði nýjustu samningana við þýðendur þar sem þeir voru sviptir höfundarréttinum af verkum sínum.“ Þarna er vön manneskja á ferðinni.

8 athugasemdir við “Launalaus vinna í boði

 1. Þetta er það hálfvitalegasta, sem rekið hefur á íslenskar fjörur lengi. Og bjarsýni lögfræðingurinn drepleiðinlegur í kynóraeldmóði sínum. Fari hún og veri – og gúggli sjálf einhverja kynaulapistla. Hildur; lög – og kynfæðingur; dreymir þig um að svona síðasta sort af síðustu sort, renni út? – Snúðu þér aftur að því að svifta þýðendur höfundarrétti hjá 365 eða annarsstaðar. – Tveir kostir og hvorugur góður.

 2. Gísli minn, þýðendur hafa aldrei staðið saman, fremur en lausráðnir blaðamenn. Það er svo magnað að fólk heldur að það geti þytt ef það getur bjargað sér, eða lesið tugumálið og náð samhengi. Það hugsar ekki til þess að þyðandi verður að vera góður í BÁÐUM tungumálunum. Sama er með greinaskrif. Ef það getur hnoðaða saman texta, finnst því út í hött að vera að greiða fagfólki fyrir slíka vinnu. Ég man eftir fundi í BÍ þar sem þýðendur mættu og ræddu kjaramál. Líklega 20 ár síðan eða meira. Síðan hefur ekkert gerst.

 3. Og svo er hugmyndin svo illa stolin að það hálfa væri nóg. Nákvæmlega svona bók kom út í Bretlandi fyrir nokkuð mörgum árum og seldist upp hver prentun á eftir annarri.
  Verst að ég man ekki nafnið á henni né „höfundi“ hennar.

 4. Þetta er gamalt trikk hjá klámblöðum – lesendabréf þar sem uppáferðum er lýst. Mikið lesið og kostar ekki neitt.
  En afhverju þessi æsingur?
  Life is a bitch and then you die

 5. Bakvísun: Úr skjóðu þýðandans -V Bréf til 365 | Málbeinið

 6. Bakvísun: Kynórar og raunórar | *knúz*

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.