Alltaf í boltanum

Margauglýst Evrópumót karla í flokki fullorðinna er framundan.  Undanfarin ár hef ég haft álíka mikinn áhuga á íþróttaumfjöllun fjölmiðla og íþróttunum sjálfum, vegna ofuráherslu á boltaíþróttir. Mig minnir að innan ÍSÍ séu 23 stofngreinar. Margar þeirra sjást aldrei á skjánum.  Sú fjórða vinsælasta hérlendis er hlaup og er þá miðað við iðkendafjölda, en það er vinsælt viðmið hjá þeim sem verja ofurmagn boltaíþrótta með klisjunni „Fólk vill þetta.“ Þó þurfti hvorki iðkendafjölda eða vinsældir til að byrja að demba Formúlu 1 yfir landsmenn. (Þar með lýkur þusskammti dagsins)

Ég var eitt sinn staddur á sólarströnd þegar  svona mót fór fram. Leikirnir voru sýndir á hótelbarnum við sundlaugina og ferðafélagar mínir urðu því elgtanaðir á bakinu en skyrhvítir að framanverðu þegar leið á mótið. Þeir létu þetta litarójafnvægi ekki á sig fá og skemmtu sér vel. Ég vona auðvitað að það geri alþýða manna sem þarf að hafa sig alla við til að njóta boltaveislunnar í sjónvarpi allra landsmanna.  Skjástundirnar skipta tugum eins og þessi dagskrá sýnir. Maður veltir líka fyrir sér hvernig dagskráin yrði, ef hlutföllin yrðu jöfnuð.

10. júní  (Dagur valinn af handahófi)

15:30 EM stofa  888

16:00 EM í fótbolta  Spánn – Ítalía BEINT

18:00  Fréttir og veður

18:20 EM stofa

18:40 EM í fótbolta  Írland – Króatía BEINT

20:40 EM kvöld BEINT

Aðstandendur vefritsins Knúz skrifuðu opið bréf til RÚV um daginn og minntu stofnunina á eigin reglur. Það mæltist misjafnlega fyrir en mér þótti gaman að sjá þessi ummæli knattspyrnusérfræðings og fyrrum samkennara míns, sem nú er búsettur í Noregi og fylgist vel með bolta og öðru:
„Á báðum stóru norsku sjónvarpsstöðvunum, NRK og TV2 eru konur áberandi í fótboltaþáttunum. Sérstaklega þó á TV2. Þær hafa sýnt og sannað að þær eru ekki síður í stakk búnar að greina fótboltaleiki og tjá sig á máli sem allir skilja. Auk þess hrökkva sjaldnar út úr þeim heimskulegar athugasemdir en körlunum sem æfinlega líta á sjálfa sig sem alvitra þegar þeir koma skjáinn.“
Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s