Afmæli kattarins

image
Mýs og fuglar missa von
mannfólk passar tærnar
þegar Brandur Brönduson
brýnir á sér klærnar.

Hér við Sædýrasafnið var í gær haldinn hátíðlegur afmælisdagur kattarins og þótt hann hafi litla grein gert sér fyrir tímamótunum, fögnuðu meintir eigendur hans ótæpilega. Þessi dagur var kortlagður með ljósmyndum á fésbókinni og vöktu þær ýmist taumlausan fögnuð eða óhug alþýðu manna, sem er afar viðkvæm fyrir frávikum í hegðun manna og dýra. Á þeim sást afmælisdýrið þjösnast á textílmús, sofa við hlið vasapela Stalíns, vigta sig og rýna í kjörþyngdartölur, koma út úr skápnum, herða lausa skrúfu og snæða rækjur að kvöldi dags meðan meintir eigendur slöfruðu í sig súpugutl og harðsoðin egg. Eftir það horfði hann á sjónvarpið, einkum heimildamynd um laxa og gekk seint til náða, hengdi upp dagskinnið og var tilbúinn í átök morgundagsins.

Á myndinni sést afmælisdýrið rýna í dvergsmáan fótknött og greina má gífurlega spennu fyrir væntanlegu Evrópumóti karlaliða í knattspyrnu í fullorðinsflokki þar sem sex klukkustundir á dag eru helgaðar þessu áhugamáli þjóðarinnar. Eflaust verða margir í bekkham næstu vikur, en bekkhamur merkir þráseta á þar til gerðu húsgagni eða bekk, t.d. varamannabekk, mjúkum sófa, hægindastól eða dívani. Hugsanlega mun afmælisdýrið spá í úrslit leikja í þar til gerðri EM-stofu, sem komið verður upp á heimilinu.

Mjá.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s