Netófrelsið

„Frelsið er yndislegt,  ég geri það sem ég vil.“

Fyrir mjög mörgum árum þegar ég var nýbyrjaður að þýða þætti fyrir Stöð 2 og aðrar stöðvar innan samstæðunnar, voru þýðendur hvattir til að gerast áskrifendur til að geta fylgst með verkum sínum á skjánum og eitthvað var minnst á innra gæðaeftirlit.  Á móti kom að við fengum 50% afslátt af áskriftargjöldum. Þetta eru góð kjör, þótt áhorf sé oft lítið hjá manni af augljósum ástæðum. Sá sem þarf að horfa á sjónvarp í vinnunni, horfir ekki eins mikið í frístundum. Það kemur þó fyrir og þá sá ég auglýst Netfrelsi.

Þetta hljómaði þó nógu vel til að ég skráði mig á netinu og ætlaði í morgun að líta á þátt sem hafði farið fram hjá mér. Þá kom  í ljós að til þess þurfti ég punkta og punktastaða mín var núll. Hver þáttur kostar 30 punkta. Ég hringdi í þjónustuverið og þusaði hlýlega þar til ég fékk samband við yfirmann. Í því samtali kom þetta í ljós:

Punktar eru 5% af áskriftargjöldum.  Ekki er hægt að kaupa punkta.  Starfsmenn/verktakar sem fá afslátt á áskrift, njóta ekki netfrelsis. Í skilmálunum er þó ekkert að finna um útilokun fólks á afsláttarkjörum. Ég hefði verið sáttur við 5% af því sem ég borga hvort sem er. En yfirmanninum varð ekki haggað í þessu efni.

Eftir  nokkrar rökræður fékk  ég 1000 punkta inneign, sjálfsagt til að hafa mig góðan.  Þetta dugar mér hugsanlega út árið. Eftir það verð ég eins og aðrir verktakar, án netfrelsis. Netfrelsið  er ekki fyrir alla. Samt auglýsir fyrirtækið netfrelsi til að maður geti horft á Stöð 2, hvar og hvenær sem er.

Margumrætt EM-æði er að renna á ríkisapparatið við Efstaleiti. Þótt maður hafi margt annað við tímann að gera en góna á skjá, er gott að eiga kost á því í roki og rigningu.  Kannski klárast punktarnir fyrr en ég hugði. En annars er þetta smámál miðað við almenna óvissu í samfélaginu eins og forsetaframbjóðendur hamast við að benda okkur á.

 

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Netófrelsið

    • Þar sem þú nefnir GoT get ég upplýst að ég fæ afar hráa svarthvíta helmerkta útgáfu með góðum fyrirvara. Þátturinn í fullum gæðum kemur daginn eftir frumsýningu ytra.
      Í samtali mínu við yfirmanninn kom nokkrum sinnum fyrir orðið „tekjuleki“. Þú getur rétt ímyndað þér í hvaða samhengi það var.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.