Prómeþeus með hamborgara

„Hvernig er myndin“ spurði afgreiðslustúlkan sem tók við greiðslu fyrir hamborgara og rifjasteik.

„Hún byrjar vel og endar vel“ sagði ég.

Það kitlar þjóðrembuna í manni að sjá íslenska landslagið í Prómeþeusi, fjöll og ár, sanda og mosa og síðan er svifið að Dettifossi sem á stórleik í myndinni, fær 4 stjörnur fyrir rennsli og úða. Myndataka og tæknibrellur voru til fyrirmyndar og þrívíddargleraugun krydduðu sjónarspilið. En þar með er upptalið. Maður er ýmsu vanur eftir slatta af svona myndum en þarna var söguþráðurinn svo asnalegur, handritið illa unnið og svo órökrétt að heyra mátti hringla í þessum sjö bíógestum sem sátu í tröllstórum bíósalnum ásamt okkur og hristu höfuðið yfir vitleysunni. Sá áttundi sat beint fyrir aftan mig og svaf vært fyrir hlé. Við habbnfirðingarnir íhuguðu alvarlega að fara eftir fyrri hlutann en það var fellt á jöfnum atkvæðum.  Mig langaði að sjá endinn sem varð frekar tilkomumikill en bætti þó ekki upp miðjumoðið.

Hamborgarinn var góður og rifjasteikin líka.

 

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Prómeþeus með hamborgara

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.