Frambjóðendahlaupið

Of mörg ár eru síðan ég var sumarsveinn á Hafnfirska fréttablaðinu, undir ritstjórn Guðna Kjærbo. Þá voru bæjarstjórnarkosningar framundan og þeim var sinnt af meira kappi en forsjá. Á þessu tímabili var Már Högnason í fullu fjöri og fékk að auglýsa að vild með ófyrirséðum afleiðingum.  En það er önnur saga.

Okkur ritstjóranum datt eitt sinn í hug að efna til stutts götuhlaups efstu manna á framboðslistum, krýna sigurvegara, leggja út af misgóðum árangri frambjóðenda og smala síðan öllum í heita pottinn í Suðurbæjarlaug til myndatöku og spjalls. Þetta kom til vegna skemmtilegs misskilnings ónefnds Hafnfirðings á fyrirsögninni: Running for office.  Við vorum stórhrifnir af hugmyndinni en þegar fulltrúi Alþýðubandalagsins sagðist kurteislega ekki taka þátt í svona uppátækjum, varð ekki úr. Í staðinn fékk Már Högnason að auglýsa dvergakast á lóð Öldutúnsskóla. Áskilið var að keppendur mættu með eigin dverg. Þetta dró dilk á eftir sér.

Nú er kjörið að endurvekja þessa hugmynd undir yfirskriftinni: Running for president.  Þetta verður stutt hlaup, sem hefst á Garðaholtinu og er hlaupið niður aflíðandi brekku í átt að Bessastöðum og endað á hlaðinu. Ein drykkjarstöð verður á leiðinni. Þetta er hlaup með tímatöku og númerum og flottu endamarki. Ef frambjóðendur eru til í tuskið, á ég vandaða skeiðklukku og þjófstolið gjallarhorn.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s