„Fíflinu skal á foraðið etja“

Fátt er skemmtilegra í hlaupum en að setja sér langtímamarkmið, undirbúa sig vel með markvissum æfingum og uppskera árangur og gleði þegar stóra stundin rennur upp. Oftast er ákveðið um áramótin hvað skuli hlaupið í sumarbyrjun og snemma að vori er hausthlaupið staðfest.  Maður ber virðingu fyrir vegalengdinni og vottar hana með æfingum.

Ég hef leiðbeint mörgum fyrstu skrefin í hlaupum og horft á eftir ófáum í sitt fyrsta hlaup. Alltaf eru einhverjir sem mæta með háleit markmið og vilja helst skella sér í heilt maraþon eftir nokkurra mánaða undirbúning.  Við suma verður engu tauti komið og þeir leggja af stað, þrátt fyrir varnaðarorðin. Þeim er hollt að horfa á þetta myndband og lesa skjátextana, einkum þann síðasta.

Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við ungan sjónvarpsmann sem ætlar að hlaupa maraþon í Reykjavík eftir sex vikur. Hann hefur að eigin sögn skokkað eitthvað, en ekkert tekið þátt í keppnishlaupum. Í viðtali við Kára Stein Karlsson, ólympíufara, talaði hann sig upp í 42,195 km og Kári var svo kurteis og jákvæður að hann hafði ekkert við þessa hugmynd að athuga, enda er þekkt að Íslendingar fara langt á bjartsýni sinni og „þetta reddast“viðhorfinu. Að vísu er holur hljómur í því eftir hrun en það er önnur saga. En þarna var tækifæri til að staldra við og hjálpa bjartsýnismanninum að ná áttum, einkum eftir áherslu sérfræðingsins í þessu viðtal á að njóta hreyfingarinnar og hlaupsins og hafa gaman af þessu.

Ég hef aldrei verið talsmaður ofurbjartsýni og uppbyggilegrar jákvæðni í þessum efnum því þá er hætta á að raunsæið gleymist, einkum hjá þeim sem vilja ekki „brjóta fólk niður“ og vera með „neikvæðni og úrtölur“. Þess vegna finnst mér út í hött að mæla með því við byrjendur í hlaupum að vori að skrá sig í Laugavegshlaupið.  Það er 55 km og mikið ævintýri sem ber að njóta.  Á sama hátt er ástæðulaust að hefja sinn fjallgönguferil á Everestgöngu.

Undanfarin ár hef ég fylgst með manni sem stefnir á fyrsta maraþonið sitt. Hann gaf sér þrjú ár í undirbúning, hefur keppt í styttri vegalengdum og aukið stígandann markvisst.  Hann mun ljúka sínu þoni með öryggi og ánægju í bland við þreytuverki og mæði. Hann liggur ekki viku í rúminu eða þarf mánuð til að ná fullri heilsu á ný. Þannig fer bara fyrir þeim sem færast of mikið í fang og missa  af þessari stórkostlegu upplifun sem maraþonhlaup á að vera.

Að þessu sögðu vona ég auðvitað að sjónvarpsmanninum gangi þetta vel. En dæmin og sagan og reynslan sýna að svona uppátæki eru ekki til fyrirmyndar, ef tilgangurinn er að auka þátttöku fólks í hlaupum og hreyfingu. Þar á Trabantslagorðið alltaf vel við. „Skynsemin ræður.“

Auglýsingar

4 athugasemdir við “„Fíflinu skal á foraðið etja“

  1. Góð grein Gísli ég reyndar tók ákvörðun um að hlaupa Laugaveginn eftir að hafa æft hlaup í 2 mánuði naut síðan aðstoðar frá góðu fólki eins og Bibbu ofl við að æfa eins og mofo frá janúar fram að hlaupi og hafði mikið gaman af. Bæði við æfingar og í í hlaupinu sjálfu. Ég á reyndar ennþá eftir að hlaupa Maraþon en það kemur við tækifæri þarf að klára nokkur markmið áður en ég tek fyrsta þonið 😉

  2. „Þegar hann kom í viðtal til okkar í Týndu kynslóðina ákvað hann svo að nota tækifærið og mana mig til þess og ég gat ekki skorast undan því,“ segir Björn. “
    Þegar horft er á viðtalið á visir.is kemur hið gagnstæða í ljós.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.