Ekið um Djúp

Þegar ég leitaði að myndum af samkomuhúsinu í Vatnsfirði rakst ég á myndir af nýja veginum yfir Vatnsfjarðarháls að Mjóafjarðarbrúnni, sem ásamt Reykjarfjarðarbrúnni styttir leiðina til Ísafjarðar umtalsvert. Á honum er malbik, sem hefði þótt tíðindum sæta á sjöunda áratug liðinnar aldar þegar beðið var eftir Djúpveginum sem tengdi Ísafjarðarkaupstað við firðina í Djúpinu. Á þessum áratugum var Matthías Bjarnason í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og alltaf útvegaði hann peninga til vegalagningar þegar kosningar voru framundan.  Þetta verkefni tók þrjú kjörtímabil. Það var ekki fyrr en 1976 sem ég ók um Djúp til Ísafjarðar og sá þá suma firðina í fyrsta sinn.

Árið 1961 fæddust 11 börn í Reykjarfjarðarhreppi.  Þá var búið á hverjum bæ og ekkert útlit fyrir annað en ný kynslóð væri að vaxa úr grasi sem tæki við búskap. En þessi börn fóru í skóla og komu ekki heim aftur og þegar Djúpvegurinn var fullgerður, hófust flutningar fyrir alvöru.  Við systkinin fórum í raun að heiman þegar við hófum barnaskólanám, enda var heimavistarskóli eini kosturinn. Annað nám varð að sækja lengra. Þegar Páll afi minn kvaddi þennan heim, var einboðið að bregða búi og flytja í þéttbýli. Það gerðu fleiri en við og kulda-og óþurrkaskeiðið sem hófst 1967 hjálpaði mörgum að ákveða sig. Þá var erfitt að heyja og búskapur sem byggist á heykaupum frá öðrum landsfjórðungum, ber sig ekki. Nú er búið á tveimur bæjum í Reykjarfjarðarhreppi að því ég held og nýtir Svansvíkurbóndi tún á níu jörðum. Ekki veitir af til að fá hey í skepnurnar.

Nýir vegir þjóna þeirri þörf ferðalanga að vera sem fljótastir á milli ákveðinna staða, þar sem allt miðast við að stytta leiðina til Reykjavíkur. Ekki þarf lengur að aka um Reykjarfjörð og Mjóafjörð eða út á Vatnsfjarðarnes sem gat tekið óratíma á holóttum malarvegum. Á augabragði er maður kominn frá Reykjanesi út að Látrum. Þetta hlýtur að vera mikil samgöngubót.

Það er hverjum manni hollt að horfa til baka. Ég gæti auðvitað séð æskustöðvar mínar í einhverjum ævintýraljóma og fyllst fortíðarþrá.  Það er líka auðvelt þegar maður kemur niður af heiðinni og horfir út eftir Djúpinu á lognværum sumardegi, stansar til berjatínslu, gengur um móana heima og rifjar upp gömul spor. En svo er þó ekki.

Nú er ekið um Djúp.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s