Kastalinn „minn“

arngerdareyriÞetta er íbúðarhúsið á Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp. Það blasir við þeim sem fara alfaraleið milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Síðast þegar við áttum leið þarna um, var húsið opið og við spígsporuðum varlega um flísalögð gólf og skoðuðum hvert herbergi. Undir veggnum vex rabarbari og randaflugurnar rufu þögnina. Við bryggjuna var smáfiskatorfa. Við átum síðdegisnestið í sólskininu og horfðum út á fagurblátt Djúpið. Þetta var ekki leiðinlegt.

Um haustið þetta ár sá ég að húsið var auglýst til sölu og hringdi í fasteignasalann. Hann sagði að ég gæti fengið það á 15 milljónir, en því fylgdi ekkert land, bara lágmarkslóð í kring.  Þetta fannst okkur báðum hátt verð og töldum næsta víst að eigandinn vildi í raun ekki selja og svona hátt verð með þessum skilmálum var óásættanlegt. Við svo búið var þessi hugmynd lögð á hilluna.

Nú þýðir ekki lengur að láta sig dreyma um kastala við Djúp. Húsið hefur fengið nýja eigendur sem hyggjast gera það upp. Víðar en í Vatnsfirði og Langadal eru eigendaskipti þessa dagana. Í stóra samkomuhússmálinu eru engir lausir endar og pabbi hnýtti þá síðustu fyrir mig yfir kaffibolla í gær.

5 athugasemdir við “Kastalinn „minn“

  1. Maður verður hálf kindarlegur við svona bón, en athugasemdir við færsluna um samkomuhúsið upplýsa flest. Pabbi bætti því við að milli 1925 og 1930 hefði verið kennt í húsinu og sagði mér frá farkennslu við Djúp. Við fórum líka rækilega yfir örlög viðbyggingarinnar og einnig barst í tal hvernig íbúðarhús klerksins hefði verið steypt upp. Það eina sem vantar í eigendasögu hússins er upphaflegt kaupverð 1987 og söluverðið 2012. Úr því sem komið er, skiptir það varla máli.

    • Ég hef það annars frá frómum manni að Guðbrandur muni segja allt í næsta blaði BB. Þá hlýtur verðið að koma upp úr dúrnum.

  2. Hef oft komið að og ekið fram hjá Arngerðareyri. Fjölskylda konu minnar átti jarðarpart þar skammt undan fyrir nokkrum árum. (Sá er komin í sænska eigu skv. nýjustu fréttum). Gott að vita til þess að húsum verði haldið við á þessum forna verslunarstað.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.