Allar leiðir liggja til Amach

Vel er liðið á fyrri viku okkar hér í Goatstown í Dýflinni en við höfðum húsaskipti við frumroskin hjón hér í bæ. Þau gæta kattarins fyrir okkur heima við Sædýrasafnið og gengur vonandi betur en okkur að rata á íslenskum vegum. Í þeim efnum styðjumst við við leiðsögutækið Tom Cruise þar sem notaleg rödd segir manni að beygja á réttum stöðum og veitir ekki af því hér er byggð þétt og vegir liggja þvers og kruss. Þegar vinstri umferðin bætist við er ekki nema von að manni fallist stundum hendur af stýri. En í gærmorgun lærðum við endanlega á tækið og ókum til Knowth til að skoða 4000 ára gamlar byggingar.

Þetta eru grafhýsi sem tók um þrjá mannsaldra að reisa. Þá var ekki búið að finna upp hjólið en samt fluttu menn mörg þúsund  steina (3 tonn hver) um langan veg og hlóðu þessi ferlíki sem tók fornleifafræðinga um 40 ár að grafa upp og ganga frá. Þarna finnur maður nið aldanna og dáist að elju og dugnaði fólks á steinöld en skilur samt ekki hvað fólki gekk til að eyða öllum þessum tíma og orku í þetta. Góður miðill með sambönd gæti spurt að því við tækifæri.

Á heimleiðinni varð mér starsýnt á orðið Amach  sem kemur víða fyrir á skiltum og taldi ljóst lengi vel að þennan stað vildu allir heimsækja því þangað lægju allar leiðir. Amach-skiltin voru líka áberandi í mánudagsreisu okkar til Dalkey og Killeney. Aldrei minntist Tom á það að þangað væri rétt að beygja. Enda veit ég núna að þetta þýðir afrein.

Hér þarf ekki að vökva blóm í garði.

 

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Allar leiðir liggja til Amach

  1. Líka gasalega margir bæir í Þýskalandi sem heita Ausfart, svo man ég eftir einum sem hét Talbrugge, eyddi löngum tíma í að leita að þeim bæ á vegakortinu á meðan að Guðjón minn keyrði brúna yfir dalinn…

    Og, var það ekki Killarney? Vestfirskar húsmæður fjölmenntu þangað í húsmæðraorlofi árið 1998 eða 9, ég og mamma þar á meðal. Snilldarferð.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.