Kildare og Kilbill

Á Írlandi byrja mörg staðarheiti á Kil. Orðið þýðir á, enda verður eitthvað að gera við allt vatnið sem kemur af himnum hér 366 daga á ári. Þetta eru reyndar ýkjur því við höfum varla séð rigningu á flandri okkar um sveitir landsins. Við höfum einkum reynt að heimsækja Kil-staði, því margir tengjast þekktum einstaklingum, eins og doktor Kildare í samnefndri sjónvarpssápu frá svarthvítu árunum á RÚV, eða Kilbill, þar sem samnefnd kvikmynd var tekin. Minnsta Kil-þorpið sem við fundum ekki er Killiney, þar sem við fórum nokkrar slaufur um þröngar götur og náðum ekki áttum.

Í Killarney höfðum við bækistöð í tvo daga rúma og fannst gaman. Seinni daginn ókum við fyrir Dingle-nes um þröngar götur þar sem víða þarf að mætast með lagni. Þar er margt að sjá og heimamenn kunna að nýta sér túrhestana án þess að missa sig.  Þar afmarka grjótgarðar öll tún og þar skoðuðum við svona steinkofa sem eru hlaðnir á svipaðan hátt og snjóhús. Þeir eru 2000 ára gamlir og við borguðum Seamusi gamla (eða Brendan bróður hans) tvær evrur fyrir að fá að staulast upp hlíðina með upplýsingablað í hönd og skoða. Nærstaddar kindur jörmuðu á okkur, nýrúnar með græna klessu á bakinu og heimilishundurinn svitnaði við það eitt að dilla rófunni. Mér leið eins og ég væri kominn vestur í Djúp þegar ég virti fyrir mér allt grjótið í hlíðinni. 

Endur fyrir löngu var þarna ekkert nema grjót og ekkert annað við það að gera en að hlaða garða eða virki eins og sést hér á myndinni af Dunbeg Fort.Þegar allt grjót hafði verið nýtt í einhver mannvirki, eða bara sett í hrúgur hist og her, var hægt að horfa á grasið spretta. Af því er nóg og landið er svo gróðursælt að aðdáun vekur.

Við snerum aftur til Dýflinni í gær og komum auðvitað við í Kilkenny þar sem gengið var um gömul stræti og horft á miðaldabyggingar. Í Kilkenny fengu höfundar South Park þá hugmynd að láta Kenny deyja í hverjum þætti.

Við kirkjutröppurnar þar vöktu athygli  flugbeittir gaddarnir á handriðinu og minntu á að eigi má sköpum renna.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Kildare og Kilbill

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s